Úrval - 01.05.1967, Síða 95
Sarah Bernhardt var ekki að~
eins geysilega jrœg leilckona.
Iiún var ein af þeim útvöldu,
ein af drottningum
lieimsins. Nafn hennar
var sem töfraorð.
Þar sem lnin fór, var sem
raunveruleg drottning væri á
ferð. Cornelia Otis Skinner, sem
er sjálf snjöll leikkona og
vinsæll rithöfundur, hefur
skrifað litríka ævisögu þess-
arar miklu leikkonu.
I þcirri ævisögu lýsir hún lífi
Maddömu Söru á snilldarlegan
hátt, tiktúrum hennar og
duttlungum, furðidegri frarh-
komu og hneykslun, sem hún
olli, kímnigáfu þeirri og snilli,
sem gerðu fíernhardt hina
miklu að einu hinna stór-
kostlegu fyrirhæra veraldarinnar.
„Þetta er ein af fegurstu
mannlvfssögunum, skrifuð a f
ást til og aðdáun á þessari
miklu konu.“
Ummæli franska liöfundarins
André Maurois í New
York Tim.es.
Hún var hyllt sem „áttunda furðu-
verk heimsins“, mesti persónuleiki,
sem komið hafði fram í Frakklandi
allt frá dögum heilagrar Jóhönnu.
Keisarar krupu við fætur henni,
prinsar og konungar jusu yfir hana
gimsteinum, og heilir herskarar að-
dáenda söfnuðust saman hvarvetna
sem hún fór. Sögur um hina fjöl-
mörgu elskhuga hennar, geysileg
auðæfi, ofboðslega óhófseyðslu og
óhjákvæmileg gjaldþrot lifa góðu
lífi enn þann dag í dag.
Um enga aðra leikkonu hafa ver-
ið skrifuð önnur eins firn, af engri
annarri leikkonu hafa verið sagðar
eins margar hneykslissögur, á enga
aðra leikkonu hefur verið borið eins
háttstemmt og geysilegt lof í ræðu
og riti og engin önnur leikkona hef-
ur heldur orðið að sæta eins óbil-
gjarnri og illgirnislegri gagnrýni og
hún. Eitt sinn stundi hún með rödd
píslarvottsins: „Það hefur aldrei
verið logið eins mikið á nokkra aðra
konu á jarðríki." Og um leið lyfti
hún augum sínum til himins með
þeim leikræna svip og tilburðum,
sem hinir hörðu gagnrýnendur henn-
ar kölluðu „himnafararstellingu
Maríu meyjar“.
Sarah Bernhardt var snillingur
og ofboðslega eigingjörn. Hún tók
því sem algerlega sjálfsögðum hlut,