Úrval - 01.05.1967, Page 111
MADAME SARAH
109
um hana lék.
Þegar Sara hóf máls á frönskú,
gerðist engin þörf á a'ð þýða orð
hennar. Áheyrendur sátu grafkyrr-
ir og sem ummyndaðir, er hljóm-
ur hinnar ótrúlegu raddar hennar
barst að eyrum þeirra. Hinn frægi
brezki gagnrýnandi Maurice Baring
líkti eitt sinn rödd þessari við
..hljómkviðu gullinna hljóðpípa og
óniþýðra strengja“. En þessi rödd
gat einnig magnazt og fyllzt ógn og
ofsa, líkt og gjallandi lúðurhljóm-
ur. Lytton Strachey sagði, að í rödd
hennar „væri meira en gull. þar
væri einnig að finna þrumur og
eldingar, himin og helvíti.“ Það
ríktí alger þögn alla leiksýning-
una á enda. Áhorfendur klöppuðu
henni ekki lof í lófa fyrr en eftir
lókaatriðið, þar sem hún dó á mjög
áhrifamikinn hátt úr eitrun. Það
ætlaði allt af göflunum að ganga
af hrifningu. Látunum linnti ekki,
fyrr en hún hafði 'verið kölluð fram
27 sinnum.
Næstum samdægurs varð „The
Bernhardt", eins og hún var köll-
uð í Ameríku, á allra vörum. Það
\ ar líkt og það gripi fólk eitthvert
Bernhardtæði. í dagblöðunum var
skýft frá hverri hennar hreyfingu
svo að segja, en í kvennadálkunum
voru daglega frásagnir og teikning-
ar af kjólum hennar, loðfeldum og
skartgripum. Söru Bernhardt-ilm-
vatn, Söru Bernhardt-vindlar og
jafnvel Söru Bernhardt-gleraugu
streymdu nú á markaðinn, þegar
ákafir kauphéðnar notfærðu sér
þetta æði fólksihs. Það kom fram á
sjónarsviðið skopstæling á Söru
Bernhardt, og varð hún svo þekkt
og vinsæl, að hún lifir enn þann
dag í dag. Þetta gerðist, þegar sett-
ur var á svið í Minstrel Burlesque
Dumonts sérstakur gamanþáttur,
þar sem helzti gamanleikari þeirra
kallaði sig „Söru Heartburn (brjóst-
sviði)“. Hann var málaður svartur og
engdist sundur og saman með æðis-
legum tilþrifum fram og aftur á
sviðinu og datt dauður niður úti um
allt leiksvið æ ofan í æ af innilegri
innlifun.
SIGURFÖR.
Móttökurnar, sem Sarah fékk í
Boston, voru jafnvel enn æðisgengn-
ari en í New York, og allar dyr
voru opnaðar upp á gátt fyrir henni,
jafnvel á heimilum frægasta fyrir-
fólksins. Þegar hún fór fram á að fá
að hitta Henry Wadsworth Long-
fellow, sem þá var 73 ára að aldri,
varð þetta fræga ljóðskáld alveg
frá sér numið af fögnuði. Long-
fellow vildi þó sýna svolitla var-
kárni og sagði því við vin sinn:
„Mundu nú að koma með mér, því
að ég þarf eins konar siðameistara
til þess að gæta mín.“ Longfellow
talaði prýðilega frönsku, og þetta
litla samkvæmi var geysilega
skemmtilegt. Allir viðstaddir voru
mjög hrifnir, og þar voru meðal
annarra frú William Dean Howells
og dr. Oliver Wendell Holmes. Sarah
tilkynnti það með hrifinni röddu,
að uppáhaldsljóð hennar væri
,,Hiawath“, sem hún bar fram sem
,,í-ah-vah-tah“. Longfellow varð
auðvitað hinn ánægðasti, en ánægja
hans breyttist í feimni, þegar Sarah
hrópaði skyndilega, er hann var að
fylgja henni að vagni hennar: „Ah,