Úrval - 01.05.1967, Page 111

Úrval - 01.05.1967, Page 111
MADAME SARAH 109 um hana lék. Þegar Sara hóf máls á frönskú, gerðist engin þörf á a'ð þýða orð hennar. Áheyrendur sátu grafkyrr- ir og sem ummyndaðir, er hljóm- ur hinnar ótrúlegu raddar hennar barst að eyrum þeirra. Hinn frægi brezki gagnrýnandi Maurice Baring líkti eitt sinn rödd þessari við ..hljómkviðu gullinna hljóðpípa og óniþýðra strengja“. En þessi rödd gat einnig magnazt og fyllzt ógn og ofsa, líkt og gjallandi lúðurhljóm- ur. Lytton Strachey sagði, að í rödd hennar „væri meira en gull. þar væri einnig að finna þrumur og eldingar, himin og helvíti.“ Það ríktí alger þögn alla leiksýning- una á enda. Áhorfendur klöppuðu henni ekki lof í lófa fyrr en eftir lókaatriðið, þar sem hún dó á mjög áhrifamikinn hátt úr eitrun. Það ætlaði allt af göflunum að ganga af hrifningu. Látunum linnti ekki, fyrr en hún hafði 'verið kölluð fram 27 sinnum. Næstum samdægurs varð „The Bernhardt", eins og hún var köll- uð í Ameríku, á allra vörum. Það \ ar líkt og það gripi fólk eitthvert Bernhardtæði. í dagblöðunum var skýft frá hverri hennar hreyfingu svo að segja, en í kvennadálkunum voru daglega frásagnir og teikning- ar af kjólum hennar, loðfeldum og skartgripum. Söru Bernhardt-ilm- vatn, Söru Bernhardt-vindlar og jafnvel Söru Bernhardt-gleraugu streymdu nú á markaðinn, þegar ákafir kauphéðnar notfærðu sér þetta æði fólksihs. Það kom fram á sjónarsviðið skopstæling á Söru Bernhardt, og varð hún svo þekkt og vinsæl, að hún lifir enn þann dag í dag. Þetta gerðist, þegar sett- ur var á svið í Minstrel Burlesque Dumonts sérstakur gamanþáttur, þar sem helzti gamanleikari þeirra kallaði sig „Söru Heartburn (brjóst- sviði)“. Hann var málaður svartur og engdist sundur og saman með æðis- legum tilþrifum fram og aftur á sviðinu og datt dauður niður úti um allt leiksvið æ ofan í æ af innilegri innlifun. SIGURFÖR. Móttökurnar, sem Sarah fékk í Boston, voru jafnvel enn æðisgengn- ari en í New York, og allar dyr voru opnaðar upp á gátt fyrir henni, jafnvel á heimilum frægasta fyrir- fólksins. Þegar hún fór fram á að fá að hitta Henry Wadsworth Long- fellow, sem þá var 73 ára að aldri, varð þetta fræga ljóðskáld alveg frá sér numið af fögnuði. Long- fellow vildi þó sýna svolitla var- kárni og sagði því við vin sinn: „Mundu nú að koma með mér, því að ég þarf eins konar siðameistara til þess að gæta mín.“ Longfellow talaði prýðilega frönsku, og þetta litla samkvæmi var geysilega skemmtilegt. Allir viðstaddir voru mjög hrifnir, og þar voru meðal annarra frú William Dean Howells og dr. Oliver Wendell Holmes. Sarah tilkynnti það með hrifinni röddu, að uppáhaldsljóð hennar væri ,,Hiawath“, sem hún bar fram sem ,,í-ah-vah-tah“. Longfellow varð auðvitað hinn ánægðasti, en ánægja hans breyttist í feimni, þegar Sarah hrópaði skyndilega, er hann var að fylgja henni að vagni hennar: „Ah,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.