Úrval - 01.05.1967, Qupperneq 121

Úrval - 01.05.1967, Qupperneq 121
MADAME SARAH 119 sökkt vorið á undan, og menn voru að velta því fyrir sér, hversu lang- ur tími mundi líða þangað til Banda- ríkin tækju til vopna. Og fyrir vest- an var Sarah virkur talsmaður Bandamanna og beitti til þess öllum iífs og sálar kröftum. Henni var fagnað í flestum bandarískum borg- um með enskum, frönskum og bandarískum hergöngu- og ættjarð- arlögum, „Tipperary“, „Madelon“ og „The Stars an Stripes Forever“, sem voru leikin til skiptis. Þegar hún var ekki að leika, hélt hún ræður fyrir söfnunarherferðir Rauða Krossins og mælti af munni fram „Marseillais- inn“ á góðgerðarsýningum og sam- komum fyrir franskar stríðsekkjur, belgiska munaðarleysingja og svelt- andi Serba. Og þegar Bandaríkin lýstu Þýzkalandi loks stríð á hendur þ. 6. apríl árið 1917, sendi Sarah syni sínum skeyti, og í því stóð að- eins: „Hip, hip, hurray.“ Allan tímann, sem hún var á þessu ianga leikferðalagi, fékk hún öðru hverju nýrnaköst, og þegar hún kom aftur til New York, var farið með hana í flýti á Mt. Sinai-sjúkrahúsið til þess að gera á henni nýrnaupp- skurð, sem þoldi enga bið. Hún tók þessari nýju ógæfu með sama hug- rekkinu og áður. „Þeir geta skorið allt úr mér“, sagði hún, „bara ef þeir skilja hausinn eftir.“ Batinn var mjög hægfara, en að því loknu lauk hún við leiksýninga- ferð milli „vaudeville“-leikhúsanna. Og svo ákvað hún haustið 1918 að snúa aftur heim til Frakklands. Fréttirnar, sem bárust nú frá Evr- ópu, voru miklu betri en áður. Hin mikla sókn Bandamanna var hafin, og lið óvinanna var loks farið að hörfa undan. En þýzkir kafbátar ógnuðu enn skipum á Norður-At- lantshafinu, og vinir hennar sár- bændu hana um að hætta ekki á siglingu yfir hafið. Hún lét allar að- varanir sem vind um eyrun þjóta og veifaði glaðlega úr burðarstól sínum, er hún var borin um borð í gufuskipið. Skipstjórinn vildi láta tvo háseta vera til taks henm til hjálpar, ef skotið yrði tundurskeyti að skipinu og yfirgefa yrði skipið, en hún neitaði því. „Það verður þörf fyrir þá annars staðar“, sagði hún. „Líf hinna ungu eru þýðingar- meira en mitt gamla líf.“ Þegar skipið lagðist að bryggju í Bordeaux þ. 11. nóvember, blöktu fánar alls staðar við hún, og lúðra- sveitir voru að leika. Og strax og landgöngubrúnni hafði verið komið fyrir, stökk Maurice um borð og ruddist inn í káetu hennar. „Mamma“ það hefur verið samið vopnahlé!“ hrópaði hann. „Stríðinu er lokið.“ En einkastríð Söru við heilsuleys- ið og ellina hélt áfram. Hún lét sem hún vissi ekki af hinni slæmu heilsu sinni. Og hún vildi ekki viðurkenna komu ellinnar. „Þetta er ég eins og ég verð eftir tíu ár“, sagði hún eitt sinn, er hún sá gamla kunningja- konu, sem var ekki enn orðin sextug. Sarah var þá sjálf 76 ára að aldri. Og sama árið lék hún aðalhlutverk í leikriti, er hét „Daniel", en hún bar fram mótmæli, þegar hún frétti, að maðurinn, sem átti að leika bróð- ur hennar, væri leikari á sextugs aldri. „Nú, hann er alltof gamall fyrir mig“, sagði hún kvörtunar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.