Úrval - 01.05.1967, Side 123
MADAME SARAH
121
tært. „Þetta verður fallegt vor“,
muldraði hún. „Það verður mikið af
blómum.“ Og hún bað Maurice að
sjá um að hún yrði hulin sýringum
að síðustu.
í augum Parísarbúa hafði Hin
mikla Sarah virzt vera jafn óvinn-
andi og ævarandi og Notre Dame-
kirkjan. Þegar sú frétt breiddist út,
að hún lægi fyrir dauðanum, söfn-
uðust Parísarbúar fyrir í þöglum
hópum fyrir utan hús hennar líkt
og hollir þegnar sjúks konungs. Þeir
trúðu þessu ekki. Og 25. marz spurði
hún, hvort nokkrir blaðamenn væru
þeirra á meðal. „Allt mitt líf hafa
blaðamennirnir kvalið mig“, sagði
hún brosandi. „Nú get ég strítt þeim
svolítið með því að láta þá bíða.“
Þetta voru lokaorð hennar. Klukkan
8 næsta kvöld opnaði læknirinn
hennar gluggana, gekk út á svalirn-
ar og tilkynnti:
„Madame Sarah Bernhardt er
látin.“
Fólk hafði að vísu búizt við þess-
um fréttum, en þessar skyndilegu,
grimmilegu fréttir skullu sem hol-
skefla yfir það. Hugarástand fólks-
ins er réttilega lýst með eftirfarandi
orðurn, sem einn Parísarbúi lét sér
um munn fara: „Bernhardt er horfin.
En hversu allt virðist skyndilega
dimmt og drungalegt.“
Nýja brúðurin i eldhúsinu, þar sem sést varla handaskil fyrir reyk:
„Hvers vegna hafa allar sögurnar í matreiðslubókunum minum svo
skelfing sorglegan endi?“
Reamer Keller
Ég held, að það hljóti að vera einhvers staðar skrifað. að dyggðir
mæðranna muni koma niður á börnum þeirra auk synda feðranna.
Charles Dickens
Tveir kaupsýslumenn eru að borða saman inni á veitingahúsi. Þá
segir annar: „Heyrðu, þú hefur borgað hádegismatinn í fimm síðustu
skiptin. Við skulum kasta upp um það í þetta skipti!“
Virgil Partch
P’ulltrúinn á skattstofunni segir við skattgreiðanda, sem er að bera
fram kvörtun: „Við skiljum vel vandamál yðar, og höfum samúð með
yður, en þau „passa" bara ekki í rafeindaheilann okkar.“
Chapman í Washington News
Á þessum síöustu og verstu tímum „topylausu tízkunnar.“
Virðuleg frú, hikar sem snöggvast við innganginn að veitingasalnum,
snýr sér síðan að yfirþjóninum og spyr: „Eru frammistöðustúlkurnar
ykkar fullkiæduar?"
Franklin Folger