Úrval - 01.05.1967, Page 127
J)r. Pollard er stofnandi og forstöðumaður kjarnarannsókna-
stofnunannnar í Oak liidge í Tennessee, en ctð hcnni
standa 38 háskólar og hún starfar í beinu sambandi við
kjarnorkurannsóknanefnd Bandaríkjanna. Hann er líka prestur
við biskupakirkjuna sankti Stefáns í Oak Ridge.
Leyndardómur
efnisins
Úr hverju er heimurinn
gerður og hvernig? Það
Bf" . i™L voru heimspekingar,
fyyj sem fyrstir manna fóru
Erm&R ag hugsa um þetta, en
síðar tóku vísindamenn við. Forn-
Grikkir héldu að allt væri samsett
úr fjórum frumefnum, lofti, vatni,
eldi og jörð. Seinna datt þeim það
í hug, Leukippos og Democritus, að
unnt mundi vera að skipta efni í
smærri og smærri parta unz að því
kæmi, að ekki yrði framar hægt að
skipta. Þá ögn, sem eftir yrði, og
óskiptanleg væri, kölluðu þeir
ódeili, atóm.
Á dögum Júlíusar Cesars orti
Lúkretíus skáld langt kvæði um
eðli hlutanna: De Rerum Natura.
Frá okkar sjónarhóli, sem lifum
2000 árum eftir hans daga, er þarna
margt að finna furðulega ljóst, en
innan um eru samt skrýtnar hug-
myndir, sem ekki eiga sér stoð í
veruleikanum. Hann gizkar á að
hunang sé gert úr hálum, kringl-
óttum atómum, en beizk fæða úr
hrjónóttum.
Rit Lukretíusar týndust og fund-
ust ekki fyrr en á 15. öld. Kvæði
hans komu út í mörgum útgáfum.
Menn hrifust af hugmyndum hans
um samhæfða einingu náttúrunnar.
Ódeiliskenning hans fékk stuðning
hjá Galileo, Newton og Boyle. En
allir höfðu þeir fremur þokukennda
hugmynd um þetta.
John Dalton setti fram þá hug-
mynd sína á fyrsta áratug nítjándu
aldar, að atómin kynnu að vera
hvert öðru ólík að kemiskri sam-
setningu og ekki einungis að formi
eins og Lúkretíus hafði haldið.
Af þessu spratt svo atómfræði
nítjándu aldar. Það var stórkostlegt
stökk fram á við. Flest af frumefn-
unum fundust og eðlisþyngd þeirra.
125