Úrval - 01.09.1969, Page 4
2
ÚRVAL
/-------------------------------------------------------------------------------N
GuÖmundur
Ingi Krist-
jánsson er
fceddur á
Kirkjubóli í
Bjarnardal í
önundarfiröi
og er nú bóndi
þar. Hann hlaut menntun sína
í alþýöuskólanum á Laugum og
Sa?nvinnuskólanum og hefur
fengizt talsvert viö kennslu. I
Ijóöum sínum túlkar Guö-
mundur Ingi einkum viöhorf
bóndans nú á dögum. Eftir
hann liggja m.a. eftirtaldar
ljóöabœkur: Sólstafir (1938),
SólbráÖ (191f5i, Sóldögg (1958),
Sólborgir (1963).
LÍNGRESI
Ljúft er að leggjast í varpann,
með língrös við kinn.
Veizt þú, að igróandi grásið
er guðvefur þinn?
Sérðu, hve varpinn er veitull,
er vorsólin skín ?
Hér er þinn hamingjusproti
og hjartarót þín.
Heyrðu, hve ljóðmæli lífsins
um língresið fer.
- - Á ég að hvísla því aftur
í eyrað á þér?
GuÖmundur Ingi Kristjánsson.
L------------------—-------------
t tilefni af þessu er bókin í nœstu
tveimur heftum ævintýrið um Lind-
berg, og þá aðallega reiðarslagið,
sem dundi yfir hann og konu hans,
þegar þau stóðu á hátindi frœgðar
og velgengni. Dýrmœtasta gjöf
þeirra var numin á brott á hinn
sorglegasta hátt, og meginorsök þess
skelfilega atburðar var einmitt veg-
ur og frœgð þeirra hjóna.
LINDBERGS-HJÓNIN komu hing-
að til lands um miöjan ágúst 1933.
Þau komu frá Grœnlandi og lentu
á Viðeyjarsundi. Mikill mannfjöldi
safnaðist saman við Reykjavíkur-
höfn og síðan í Vátnagörðum í von
um að sjá hjónin. Þau stigu á land
í Vatnagörðum og var þar fyrir
gífurleg fólksmergð. Þau lögðu af
stað til Reykjavíkur og áttu að gista
á Hótel Borg, en sneru við allt í
einu, hittu Björn Bjarnason bónda
í Viðey, og gistu hjá honum í tvo
daga, öllum að óvörum. Við segjum
nánar frá komu Lindbergs til ís-
lands í grein í októberheftinu.
MARGT ER ATHYGLISVERÐRA
greina í þessu hefti og reynt að
vanda að velja efni við hœfi sem
flestra og reynt að leggja áherzlu
á það, sem efst er á baugi erlendis.
Greinar Úrvals hafa þann kost, að
þær eru stuttar og samanþjappað-
ar og henta vel nútímafólki sem
hefur litinn tíma til lestrar, en vill
samt fylgjast vel með.
NOKKUR VINSAMLEG bréf hafa
borizt frá lesendum með tillögum
um efni, t.d. fastan skákþátt og
fleira. Slík bréf eru þegin með
þökkum og allar ábendingar teknar
til rækilegrar athugunar.