Úrval - 01.09.1969, Page 8
6
ÚRVAL
Enn eru til hinir furðidegustu trújiokkar í
heiminum. I Frakklandi nútímans eru til
dæmis 2000 einkennilegir trúfloklcar, þar á
meðal mánadýrkendur. Ekki fylgir sögunni
hvort ferðin til tunglsins hefur spillt átrún-
aði þeirra.
Enn dansa mánadýrkendur
naktir í frönskum skógi
Mánadýrkendur eru
aðeins einn trúflokkur-
inn af tvö þúsund eða
fleiri, sem enn starfa á
laun — eða ekki á laun
— í Frakklandi nútím-
ans og vitað er um, en
áreiðanlega eru til ein-
hverjir trúflokkar, sem
skýrslusemj endurnir
hafa ekki komizt á
snoðir um.
Einn af kunnari trú-
flokkunum eru „oignon-
istarnir" eða lauksinn-
arnir, en þeir trúa því
að guð sé laukur. Þá
fjrrirfinnast þar einnig
dýrkendur mannsnafl-
ans, sem trúa því að
menn geti orðið frá sér
numdir ef þeir aðeins
stari nógu lengi á
þennan part líkamans.
Einnig er til trúflokk-
ur, sem kallar sig „Afl
hins hvíta kross“, og
fylgjendur hans fremja
helgihald sitt með því
móti að brenna pen-
ingaseðla á báli til tign-
ar guði eldsins. Aðrir
víkja minna frá rétttrú-
aðri kaþólsku, en trúa
þó statt og stöðugt á
kraftaverkalækningar
og ferðast landshorna á
milli til þess að fá bót
meina sinna, sem lækn-
ar og sjúkrahús hafa
ekki veitt. Á hverjum
sunnudegi safnast til að
mynda allmikill hópur
manna saman fyrir utan
hús eitt í Norður-
Frakklandi, en þar býr