Úrval - 01.09.1969, Síða 10
8
ÚRVAL
altari, en stórdrúídinn
lýsir því að þau séu lög-
lega gefin saman.
A vetrarsólstöðum
safnast hvítklæddir
drúídar saman í grennd
við hús stórdrúídsins
utan við París til
hins helga mistil-
teinsskurðar. Stórdrúíd-
inn sker þar mistiltein
með gullnum hníf, en
kvistarnir sem skornir
eru af eru lagðir á hvít-
an dúk, sem eiginkona
stórdrúídsins og dætur
halda uppi. Þátttakend-
ur taka síðan hver sinn
kvist með sér heim og
þeir trúa því að þessir
kvistir verndi þá gegn
slysförum og óhöppum.
Mansfield lávarður, hæstaréttardómari i Englandi á 18. öld, mælti
svo: „Skýrðu aðeins frá ákvörðunum þinum, en aldrei ástæðunum fyrir
þeim. Ákvarðanir þínar kunna að vera réttar, en ástæður þínar fyrir
þeim ákvörðunum eru örugglega rangar."
Hvað skyldu unglingar nútírnans segja sínum börnum seinna, þegar
þeir þurfa að fara að telja upp, hvers þeir hafi orðið að fara á mis á
sínum uppvaxtarárum ?
Háskóli einn i Texas auglýsir þannig sumarnámskeið fyrir gamla
nemendur, sem lokið hafa prófum sínum við skólann: „Þið eruð búin
að fá ykkar námsgráðu, nú skuluð þið afla ykkur menntunar“.
Brown Alumni Monthly.
Fituhlunkur í megrun stundi við og sagði: ,,Æ, eins og allt hefur
gengið síðustu mánuðina, býst ég fastlega við að lesa það einhvern
daginn, að það séu hitaeiningar i mengaða borgarloftinu, sem ég anda
að mér daglega".
Troy Gordon.
Verstu óvinir okkar eru oft vinir, sem við töluðum einni sinni við
á þann hátt, sem vinir einir gera.
Esquire, Inc.
Aldrei áður i sögu tizkunnar hefur svo litlu efni verið lyft svo hátt
t.il þess að sýna svo mikið, sem þarfnast þess eins innilega að vera hulið.
Jim Klobuchar.
Ekkert hefur stuðlað eins að því að færa eiginmenn og eiginkonur
nær hvort öðru og kjólarnir, sem hnepptir eru að aftan.
Harold Coffin, AP.
Ég hef engan tima til að flýta mér.
John Wesley.