Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 12
10
ÚRVAL
sigur, sem unnizt hefur. Á næstu
tveimur árum verður tunglferðum
haldið áfram á fjögurra til sex mán-
aða fresti. Apollo 12 leggur af stað
12. nóvember og á að lenda á
Stormahafinu, austan við Flam-
steedgíg. f þe'rri ferð verður kann-
aður allt annar hluti tunglsins og
tunglfararnir, sem þá ferð fara,
munu dveljast þar lengur en þeir
Armstrong og Aldrin gerðu og
framkvæma víðtækari rannsóknir
en þeir komust yfir að gera.
ERFIÐARI LENDINGARSTAÐIR
Að lokinni þessari ferð er trúlegt
að áhuginn á tunglsléttunum miklu,
sem kallaðar eru „höf“ þótt þurrar
séu, fari að minnka og næstu ferðir á
eftir verði farnar til að kanna ann-
ars konar landslag. Apollo 13. lend-
ir trúlega í fjalllendinu nálægt
miðri sýnilegu hliðinni og Apollo 14.
austan við lendingarstað Apollos 11.
á Hafi kyrrðarinnar, í gíg, sem er
nefndur Censorinus og virðist vera
mjög ungur.
Eftir þetta er í bráðabirgðaáætl-
un gert ráð fyrir að velja enn óað-
gengilegri stað: Tychogíg, sunnan
til á mánanum. Hyginusgjá nálægt
miðju hans, en það er um 65 metra
djúpt gljúfur, sem lítur út eins og
árfarvegur á jörðinni. Og trúlegt
er að einhver af þessum síðari
tunglförum fari ekki umhverfis
tunglið nálægt miðbaug þess held-
ur milli skautanna og mönnum gef-
ist þá kostur á að sjá og ljósmynda
hluta tunglsins, sem mannlegt auga
hefur ekki áður séð.
HVAÐ TEKUR SVO VIÐ
En þegar þetta allt hefur verið
framkvæmt þá verður að taka nýj-
ar ákvarðanir. Og enda þótt margir
háttsettir menn hjá NASA, banda-
rísku geimferðastofnuninni, ali með
sér löngun til þess að þá verði haf-
izt handa um að senda menn til
Mars, gera þeir sér grein fyrir að
það kunni að orka tvímælis að
hugsa eins og vísindasagnahöfundar.
Þegar hrifningin yfir tunglferðun-
um hefur lægt er ekki ótrúlega að
meira kapp verði lagt á geimrann-
sóknir í nágrenni jarðar, svo að
ekki sé talað um rannsóknir á jörð-
inni sjálfri.
GEIMSTÖÐVAR
NASA hefur líka hingað til lagt
mikið kapp á rannsóknir nærri
jörðu. Meðan Apollo 11. var enn á
leiðinni aftur til jarðar var tilkynnt
í Houston að undirbúningur væri
hafinn að smíði fyrstu geimstöðvar-
innar, sem á að snúast umhverfis
jörðina. 1972 verður þriðja þrepi
Saturnus-eldflaugar skotið á braut
umhverfis jörðu, en það verður á
tveimur hæðum og rúmgott eins og
hús. Einum eða tveimur dögum síð-
ar verður Apollofari skotið á sömu
braut, tengt við stöðina og geim-
farar eiga síðan að dveljast þar í
28 daga, meðal annars til að skoða
sólina í stjörnukíkjum sem verða
meðal þeirra tækja, sem verða um
borð í geimstöðinni. Á næstu mán-
uðum verður síðan farið tvisvar í
leiðangra til þessarar stöðvar og
dvalizt þar í 56 daga í hvort skiptið.
í framhaldi af þessu er síðan ráð-
gert að koma upp 50 manna vís-
indastöð á braut umhverfis jörðu,
og munu ódýrar eldflaugar, sem