Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 14
12
Delgado var viljasterkur ug hreinskilinn.
llann var aðeins einn af fjölmörgum
Kúbubúum, sem ekki gat scett
sig við lögregluríki Castrós.
uíemio Delgado átti að-
eins einn draum, sem
hafði heltekið hann.
Hann vildi komast burt
frá Kúbu. Þessi grann-
vaxni maður var 28 ára að aldri og
fjögurra barna faðir. Hann hafði
strengt þess heit með sjálfum sér,
að honum skyldi takast það ein-
hvern veginn að finna leið til frels-
isins ásamt konu og börnum ein-
hvern tíma. Á daginn ók hann stór-
um dráttarvélaflutningavagni fyrir
ríkisflutningafyrirtæki Fidels Cas-
ros, Transportes Nacionales. Þegar
hann lá andvaka á næturnar, leit-
aði hugur hans stöðugt að einhverri
leið. Að lokum hafði hann gert áætl-
un sumarið 1968. Það var svo hættu-
legt og fífldirfskuleg flóttaáætlun,
að hún virtist algerlega ótrúleg.
Delgado var mjög viljasterkur og
hreinskilinn maður. Hann var að-
eins einn af þeim fjölmörgu Kúbu-
búum, sem finnst þeir sitji fastir í
gildru og séu að kafna í lögregluríki
Castros. Þrisvar sinnum hafði upp-
ljóstrari kært hann fyrir að viðhafa
neikvæð ummæli um Castrostjórn-
ina. Og í öll skiptin hafði hann ver-
ið handtekinn af G-2, ríkisleynilög-
reglunni, „vegna gruns um gagn-
byltingarstarfsemi.“
„Er það glæpur að segja, að fólk
hafi ekki nógan mat?“ spurði hann
leynilögregluna þrákelknislega. En
hann vissi, að hann gæti ekki hald-
izt lengur við í Guanajay, lítilli
borg, um 30 mílum suðvestur af
Havana. Yfirmaður leynilögregl-
unnar á staðnum hafði þegar hótað
að senda hann í nauðungarvinnu-
búðir. Delgado sýndi því mikið
raunsæi, er hann fluttist þvert um
geð yfir á hinn enda Kúbu, til litla
bæjarins Contramaestre í Oriente-
héraði, austasta héraði Kúbu, eða
um 615 mílna leið.
En lífið þar varð honum einnig
óbærilegt. Ógnir ríkisvaldsins færð-
ust nú enn í aukana, nágrannar
hurfu þegjandi og hljóðlaust. Þeir
voru fórnardýr G-2. Áður hafði
Delgado unnið 8 stunda vinnudag,
en nú var búið að lengja hann upp
í 12 stundir. Það var sama sagan,
hvað hann snerti og hundruð þús-
undir annarra Kúbubúa, sem höfðu
„„boðizt til“ að vinna yfirvinnu.
„Stjórnarerindrekinn segir okkur,
að við séum sjálfboðaliðar," sagði
hann við laglegu, dökkhærðu kon-
una sína, en hún hét Olga. „Ef mað-
ur maldar í móinn, lendir maður í
fangelsi.“
Hann fékk ekkert kaup fyrir
þessa aukavinnu, en það skipti ekki
heldur miklu máli. Peningarnir, sem
hann kom heim með í mánuði
hverjum, voru næsta gagnslitlir.
Næstum allt, sem peningar geta
keypt, var stranglega skammtað eða
jafnvel ófáanlegt. Áður var gnægð
matar á Kúbu, en nú fékk hver
fjölskyldumeðlimur aðeins eitt pund