Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 16

Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 16
14 ÚRVAL af baunum á mánuði, hálfpund af kjöti og pund af feiti. „Hafi maður einhvern tíma heyrt barn gráta af hungri, kærir maður sig sannarlega ekki um að heyra það aftur,“ sagði Olga, þegar eigin- maður hennar sneri heim eftir að hafa unnið samfleytt 3 vikur við flutning á sykurreyr. „Nú er nóg komið af svo góðu!“ hrópaði hann. Við verðum að komast burt, héðan.“ KÚBA, NEI! En hvernig? Delgadofjölskyldan gat ekki sótt um að fá fararleyfi með Frelsisflugvélunum, sem flytja flóttafólk tvisvar á dag frá Havana til Miami í Bandaríkjunum. Og ástæðan var sú, að þau áttu enga ættingja í Bandaríkjunum. Það virt- ist líka ómögulegt að flýja sjóleið- ina. Það úði og grúði af varðbátum, sem voru á stöðugu sveimi milli Kúbu og Floridaskaga. Nú var farið að kalla Floridasundið Vélbyssustíg. Delgado vissi, að það voru miklu fleiri en hann einn, sem voru haldn- ir örvæntingarfullri þrá eftir að flýja frá Kúbu. Stundum var hann í langferðaflutningum til Havana. Og hann hafði komizt að því, að allir kunningjar hans voru beiskir í skapi og höfðu orðið fyrir vonbrigð- um með Castrobyltinguna, jafnvel margir þeir, sem höfðu stutt Fidel Castro gegn hinum spillta einræð- isherra, Fulgencio Batista. Joaquín Martínez var til dæmis fórnardýr „byltingarsóknarinnar“ árið 1968, en í „sókn“ þeirri hafði Castro látið loka 55.000 verzlunum og veitingahúsum í einkaeign. Mar- tínez hafði verið þjónn en var nú orðinn atvinnulaus. Honum var skipað í uppskerusveit, og var hann látinn vinna frá klukkan 6 á morgn- ana til 6 á kvöldin alla daga vik- unnar. Og svo var það hún Lucila Cardona, sem fór á fætur á hverj- um morgni klukkan 4 til þess að taka sér stöðu í hinni löngu röð við næstu matarskömmtunarstöð. Og oft fór það svo, að hillurnar reyndust tómar, er hún komst loks að af- greiðsluborðinu eftir margra klukkutíma bið, sem þýddi það, að börnin hennar urðu að draga fram lífið enn einn daginn á sykri, upp- leystum í vatni. Og svo var það Gloria Morales, sem var gift sjó- liðsforingja, er var eldheitur komm- únisti og lifði lífi sérréttindastétt- anna í ríki Castros. En ungu hjónin áttu 18 mánaða gamla dóttur, yndis- fagra litla hnátu með hrokkið hár. Frú Morales vissi, að hún yrði tek- in að heiman, þegar hún næði skóla- aldri, og yrði send í heimavist í byltingarskóla, svonefndum „Circu- los Infantiles". „Hún skal ekki þurfa að alast upp sem kommúnisti,“ sagði Gloria ákveðin. „Ég leyfi það ekki.“ Delgado hafði enga hugmynd um, hvernig hann gæti hjálpað vinum sínum og ættingjum til þess að öðl- ast frelsi með því að flýja. „En okkur tekst það einhvern veginn," sagði hann hughreystandi við eldri bróður sinn. „Þér er óhætt að treysta mér. Það er loforð.“ ÁÆTLANAGERÐ í fyrrasumar var Eufemio svo sendur til Caimanera, lítils bæjar, sem er nálægt bandarísku flota-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.