Úrval - 01.09.1969, Page 18
16
ÚRVAL
UM LESTUR
• Sumir lesa til að geta
hugsað, en þeir eru mjög ráir.
Aðrir lesa til að geta skrifað,
og þeir eru ofurlítið fleiri. Og
enn aðrir lesa til að geta tal-
að — og þeir eru langsamlega
flestir.
C. C. Colton.
9 Að lesa er að fá að láni.
Lichtenberg.
9 Við lesum til að geta sagt,
að við höfum lesið.
Charles Lamb.
9 Lestu mikið — en ekki of
margar bækur.
Benjamin Franklin.
9 Lestu beztu bækurnar
fyrst. Annars kemstu kannski
ekki yfir að lesa þær.
H. D. Thoreau.
9 Rætur heilans eru fólgnar
í lestri.
Amerískur málsháttur.
9 Heimskir lesa það, sem
heimskir skrifa.
Lord Chesterfield.
og hann var augsýnilega í uppnámi.
„Leynilögreglan hefur komizt á
snoðir um fyrirætlun okkar,“ stam-
aði hann. „Það bíður flokkur í laun-
sátri eftir okkur rétt fyrir utan
flotastöðina. Þú verður að aka til
baka.“
Delgado dauðbrá. Hann klöngrað-
ist upp í vagninn og skýrði þeim
hinum frá fréttunum. Bifvélavirki
einn lamdi saman hnefunum í bit-
urri örvæntingu, nokkrar konur
fóru að gráta hljóðlega, en börnin
horfðu á án þess að skilja nokkuð,
hvað var að gerast. Við höldum aft-
ur til þrælahaldsins,“ sagði Lucila
Cardona rólega.
„Þetta tefur okkur aðeins, en
kemur ekki í veg fyrir flótta okk-
ar,“ sagði Delgado og reyndi að
sýnast rólegur. „Við snúum aftur
til heimila okkar og leggjum svo
aftur á stað á hentugum tíma. Við
þurfum ekkert að óttast.“
En hann vissi, að þessi orð hans
voru ósönn. Spurningarnar veltust
hver um aðra í huga hans, er hann
sneri aftur af stað í átt til Havana.
Hvernig hafði leynilögreglan komizt
að flóttatilrauninni? Gat það hugs-
azt, að það væri uppljóstrari í hópn-
um? Biði leynilögreglan hans, þeg-
ar hann kæmi aftur til aðalstöðva
ríkisflutningafyrirtækisins? En það
gerðist til allrar hamingju ekkert
óvænt, þegar hann kom þangað.
Þ. 31. desember kom sendiboði
einn á fund Delgados. Delgado vissi
aðeins, að hann gekk undir nafninu
Pedro. Hann hafði verið tekinn fast-
ur vegna stjórnmálaskoðana, en
honum hafði tekizt að strjúka úr
fangelsinu. Hann var félagi Alonsos.