Úrval - 01.09.1969, Side 20

Úrval - 01.09.1969, Side 20
18 ÚRVAL neinar vélbyssur, og hann segir, að við höfum enga möguleika á að halda vörðunum í hæfilegri fjar- lægð án þeirra.“ Eufemio bölvaði í sand og ösku, en nú var hann kominn það langt áleiðis, að það varð ekki aftur snú- ið. „Við höfum yfirbyggða vörubíl- inn og tvær skammbyssur,“ sagði hann. „Okkur tekst þetta núna — eða við deyjum þá við þessa tilraun okkar.“ Hin voru á sama máli. Flótta- fólkið frá borginni Guantánamo vildi ekki lifa áfram á Kúbu frem- ur en fólkið frá Havana. Það voru hafnarverkamenn, múrarar, stúd- entar og landbúnaðarverkamenn, og þeir voru allir reiðubúnir að hætta lífi sínu til þess að sleppa frá Kúbu, þar sem þeim fannst lífið þar vera orðið óþolandi. „BEYGIÐ YKKUR NIÐUR!“ Það var enn þá dimmt, þegar Del- gado ók út úr Guantánamoborg með um 130 farþega í einni kássu í bílnum. Hann vissi, að hinir þraut- þjálfuðu kúbönsku verðir fyrir ut- an bandarísku flotastöðina voru ekki alveg eins varkárir að degi til, og því beygði hann út af þjóðveginum og beið svolitla stund. Þegar fyrsta skíma dögunarinnar birtist hálftíma síðar, hélt hann áfram í áttina til Caimanera. Vegurinn var þrjár ak- reinar á breidd og lá fram hjá flotastöðinni. Fjórum mílum fyrir utan Caimanera kom hann auga á flotastöðina. Hún var í um mílu fjarlægð til hægri. Hann ók með- fram henni. Þar voru kúbanskir verðir í varðstöðum sínum með mílufjórðungs millibili. Hann at- hugaði varðstöðvarnar og verðina vandlega í leit að veikasta hlekkn- um. Hann valdi árásarstaðinn vand- lega og hélt síðan inn í Caimanera. Þar spurði hann vegfaranda einn til vegar. Hann bjó til eitthvert heimilisfang á stundinni. Maðurinn tilkynnti honum, að þar væri eng- inn slíkur staður. Þá sneri Delgado sömu leið tilbaka. Sólin var komin hátt á loft og hellti niður heitum geislum sínum, er hann nálgaðist aftur staðinn, sem hann hafði valið til árásarinnar. Hann hægði eins lítið á sér og mögulegt var, er hann beygði skyndilega út af veginum og stefndi beint á gaddavírshindrunina, sem Kúbumenn höfðu komið upp úti fyrir flotastöðinni. f afturspeglinum kom Eufemio auga á 8 hermenn, sem tóku á rás frá næstu varðskýl- um. Hann steig bensíngjafann í botn. Vélbyssukúlur þutu fram hjá bíln- um. Og nú sprakk einn hjólbarðinn. Delgado barðist örvæntingarfullri baráttu við að halda fullri stjórn á bílnum, er hann hentist yfir óslétt svæði með 60 mílna hraða. En svo var heppnin ekki lengur með hon- um, þegar hann átti eftir mílufjórð- ung að gaddavírshindruninni. Þá fór bíllinn út í skurð og stanzaði. Hann stökk út og hrinti upp hurð- unum aftur í. „Hlaupið í áttina að girðingunni!" hrópaði hann. „Beyg- ið ykkur niður! Beygið ykkur nið- ur!“ YFIR GIRÐINGUNA OG í GEGN Þeir Delgado og Jorge Pérez, sem var gamall vinur hans frá Havana,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.