Úrval - 01.09.1969, Page 23
BORGIN HELGA: JERUSALEM
21
borg lands, þar sem verið er að
hefja nýtt landnám.
Borgin er helgur staður þriggja
megintrúarbragða heimsins: Krist-
innar trúar, Islam-trúar og Gyðing-
dóms. St. Anne-kirkjan, sem þeir
kristnu hafa mikið dálæti á, varð
gerð að skóla undir stjórn Arabans
Saladin. „Dome of the Rock“ með
hinu gullna hvolfþaki sínu er helg-
asta minn:smerki þeirra Islam-trú-
ar-manna og var reist sem helgi-
dómur yfir klett Abrahams. Svæðið
umhverfis tilheyrði í fyrndinni
musteri Salómons og gengur nú
undir nafninu Haram Esh-Sherif —
og hluti af veggnum, sem enn stend-
ur uppi, er Grátmúrinn þeirra Gyð-
inganna! I engri borg í heiminum
eru helgir dómar þriggja trúar-
bragða í jafnmiklu nábýli.
í augum ísraelsmanna er Jerúsal-
em hjarta Gyðingdómsins. ísraels-
menn unnu nokkur landsvæði önn-
ur en jórdanska hluta Jerúsalem-
borgar í Sex-daga-stríðinu, og
hugsanlegt er, að landsvæðum þess-
um þurfi að skila aftur, ef friðar-
samningar verða gerðir. En Jerú-
salembúar vilja ekki láta verzla
með sig. Hvorugur borgarhlutinn er
líklegur til að gefast upp sjálfvilj-
ugur.
Jerúsalem stendur á breiðum
rana á miðju hálendi Júdeu, milli
tveggja dala í 750 metra hæð yfir
sjávarmáli. Ríkjandi litir yfir borg-
inni eru gulur og grænn. íbúarnir
hafa ræktað tré og runna víðsvegar
um borgina, en meira mætti bera á
græna litnum. Borgin er enn þurr
og grámygluleg, minnir á eyðimörk,
enda ein af fáum höfuðborgum
heims, sem ekki standa við fljót eða
sjó. Til Miðjarðarhafsins er um það
bil klukkustundar akstur í bifreið,
en helmingi styttri vegalengd til
Jórdan-árinnar og Dauðahafsins.
Loftslagið er afbragðsgott mestan
hluta ársins. Börnin hafa mjög
hraustlegt útlit, og fólkið er bros-
hýrt. Kraftur og atorka liggur alls-
staðar í loftinu. Það er ennfremur
ánægjulegt, að flestir eru ensku-
mælandi.
Gróskan og framfarirnar í Jerú-
salem vekja furðu. Ég kom fyrst til
borgarinnar á þriðja tug aldarinn-
ar og get því dæmt um muninn. Þá
var staðurinn lítið annað en sam-
bland af Arabaþorpi og brezkum
herbúðum. En hér blandast enn
gamalt og nýtt, asnar og Ford-bif-
reiðar. Fyrir augum ferðamannsins