Úrval - 01.09.1969, Page 23

Úrval - 01.09.1969, Page 23
BORGIN HELGA: JERUSALEM 21 borg lands, þar sem verið er að hefja nýtt landnám. Borgin er helgur staður þriggja megintrúarbragða heimsins: Krist- innar trúar, Islam-trúar og Gyðing- dóms. St. Anne-kirkjan, sem þeir kristnu hafa mikið dálæti á, varð gerð að skóla undir stjórn Arabans Saladin. „Dome of the Rock“ með hinu gullna hvolfþaki sínu er helg- asta minn:smerki þeirra Islam-trú- ar-manna og var reist sem helgi- dómur yfir klett Abrahams. Svæðið umhverfis tilheyrði í fyrndinni musteri Salómons og gengur nú undir nafninu Haram Esh-Sherif — og hluti af veggnum, sem enn stend- ur uppi, er Grátmúrinn þeirra Gyð- inganna! I engri borg í heiminum eru helgir dómar þriggja trúar- bragða í jafnmiklu nábýli. í augum ísraelsmanna er Jerúsal- em hjarta Gyðingdómsins. ísraels- menn unnu nokkur landsvæði önn- ur en jórdanska hluta Jerúsalem- borgar í Sex-daga-stríðinu, og hugsanlegt er, að landsvæðum þess- um þurfi að skila aftur, ef friðar- samningar verða gerðir. En Jerú- salembúar vilja ekki láta verzla með sig. Hvorugur borgarhlutinn er líklegur til að gefast upp sjálfvilj- ugur. Jerúsalem stendur á breiðum rana á miðju hálendi Júdeu, milli tveggja dala í 750 metra hæð yfir sjávarmáli. Ríkjandi litir yfir borg- inni eru gulur og grænn. íbúarnir hafa ræktað tré og runna víðsvegar um borgina, en meira mætti bera á græna litnum. Borgin er enn þurr og grámygluleg, minnir á eyðimörk, enda ein af fáum höfuðborgum heims, sem ekki standa við fljót eða sjó. Til Miðjarðarhafsins er um það bil klukkustundar akstur í bifreið, en helmingi styttri vegalengd til Jórdan-árinnar og Dauðahafsins. Loftslagið er afbragðsgott mestan hluta ársins. Börnin hafa mjög hraustlegt útlit, og fólkið er bros- hýrt. Kraftur og atorka liggur alls- staðar í loftinu. Það er ennfremur ánægjulegt, að flestir eru ensku- mælandi. Gróskan og framfarirnar í Jerú- salem vekja furðu. Ég kom fyrst til borgarinnar á þriðja tug aldarinn- ar og get því dæmt um muninn. Þá var staðurinn lítið annað en sam- bland af Arabaþorpi og brezkum herbúðum. En hér blandast enn gamalt og nýtt, asnar og Ford-bif- reiðar. Fyrir augum ferðamannsins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.