Úrval - 01.09.1969, Page 26
24
ÚRVAL
jafnvel færði landamæri sín lítið
eitt út í þeim átökum. Eftir þetta
var Jerúsalem skipt í tvo hluta eftir
þjóðerni, og varaði það fyrirkomu-
lag þar til eftir Sex-daga-stríðið
1967 sem fyrr segir.
Gyðingar þeir, sem nú eiga heima
í Jerúsalem, eru komnir hvaðanæva
að úr heiminum, og það gerir borg-
ina ærið alþjóðlega. Gyðingur, sem
fæddur er í ísrael, hefur hlotið
nafngiftina „sabra“. Þekktur sabra
er Dayan hershöfðingi. Aðrir hátt-
settir stjórnendur eru af ýmsum
þjóðernislegum toga spunnir. Levi
Eshkol forsætisráðherra er fæddur
í Rússlandi, David Ben Gurion í
Póllandi, Abba Eban utanríkisráð-
herra í Suður-Afríku og Kollek
borgarstjóri Jerúsalem í Vínarborg.
Þrátt fyrir alþjóðabrag borgar-
innar, er fæðuval veitingahúsanna
fábreytt og næturlíf óþekkt. Meðal
Gyðinga í borginni er að finna
hverskonar guðstrú, allt frá strang-
trúnaði til algers trúleysis. Margir
elztu Zíonistarnir voru guðleysingj-
ar, og margir núverandi leiðtogar
eru trúlausir. En hópur hinna
strangtrúuðu Gyðinga í borginni er
áhrifamikill, enda þótt hann skipi
ekki nema fimm hundraðshlutar
íbúanna.
Sumir hinna strangtrúuðu eru
fjandsamlegir ríkisvaldinu, greiða
ekki atkvæði í kosningum og ganga
á snið við ýms lög. Þetta hefur leitt
af sér andúð annarra trúaðra Gyð-
inga.
Við hjónin eyddum síðdegi einu í
Mea Shearim, hverfi hinna rétttrú-
uðu Gyðinga. Þarna er hvert sam-
kunduhúsið við ar.nað, sum ekki
stærri en meðalherbergi. og þar má
sjá þessi aðvörunarorð: „Lög Mós-
es ætlast t'l, að þú klæðist sóma-
samlega.“
Samkunduhús þessi og þeir, sem
þau sækja, leiða hugann frá nútím-
anum; orka þannig á flesta aðra,
að tuttugasta öldin sé enn víðs
fjarri. íbúar Mea Sheraim-hverfis-
ins gera lítið að því að ferðast með
flugvélum, og í kvikmyndahús fara
þeir aldrei. Viss ástæða stendur að
baki þessara ströngu siða: Þessir
strangtrúuðu Gyðingar halda fast í
gamlar siðvenjur vegna ofsóknanna,
sem Gyðingar hafa orðið fyrir í
næstum hverju einasta landi.
Fyrir nokkru olli það ráðamönnum í verksmiðju einni miklum heila-
brotum, hvers vegna það urðu svo margir árekstrar, þegar verksmiðju-
verkamennirnir óku at stað i bilum sínum út af bílastæði verksmiðj-
unnar. Og það furðulega var, að árekstrarnir urðu oftast á þann hátt,
að þeir óku aftur á bak á einhvern annan bíl.
Þeir létu lögregluna rannsaka þetta nákvæmlega, og þá kom það í
Ijós, að mennirnir urðu fyrir truflunum, þegar þeir voru að halda
burt af bilastæðinu. Lögregluþjónarnir báru fram uppástungu eina, og
ráöamenn fyrirtækisins fóru eftir henni. Og þetta dugði. Nú urðu ekki
framar ákeyrslur á bílastæðinu. Og hvert var ráðið? „Látið kvenfólkið
hætta 15 mjnútum fyrr", Irish Digest.