Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 28
26
ÚRVAL
voru frá Koreu og voru þriggja og
fimm ára gamlar.......
Fyrstu kvöldin geta verið mikil
raun. Þú kemur með ókunnugt barn
á heimilið, barn, sem er vant því að
sofa á gólfinu, innan um fjölda
manns. Það er látið hátta í rúm, í
herbergi, sem því finnst vera heill
geimur, þótt þér finnist það aðeins
smákompa.
Sumir, sem hafa ættleitt þessi
börn, hafa orðið að sofa hjá þeim á
gólfinu fjrrstu næturnar; aðrir hafa
tekið barnið, sem er skjálfandi af
hræðslu, upp í sitt eigið rúm. Svo
hafa aðrir verið svo heppnir að eiga
fleiri börn, sem þeir hafa getað látið
sofa á gólfinu hjá aðkomubarninu,
því til fróunar, en heimabörnum
oft til sárra leiðinda í fyrstu.
En hvað sem þú gerir, þá láttu þér
ekki bregða við þótt barnið verði
skelfingu lostið, ef þér verður á að
stinga því í uppbúið rúm og breiða
vel ofan á það, áður en þú slekkur
ljósið, og skilur það eitt eftir í
myrkrinu. Það má vera að það þoli
ekki teppi eða sæng, það gerði eldri
dóttir okkar ekki. Hún var löngu
orðin vön rúminu, þegar hún vildi
ekki annað en lök til að sofa við.
Þú getur þurft að láta herbergis-
dyrnar standa opnar, Ijós loga á
ganginum, og hafa líka opið inn til
þín, til að barnið verði rólegt. Þetta
getur tekið langan tíma. Barnið get-
ur verið rólegt allan daginn, en
þegar fer að líða að kvöldi, gerir
angistin vart við sig.
Svo er það vandamálið með nátt-
fötin. Ef barnið vill sofa í nærbux-
um einum, eða þá aðeins í skyrtu,
þá skaltu láta það afskiptalaust,
láttu barnið sjálft ráða því, það er
nóg álag á það að kvíða nóttinni,
sem er löng og uggvænleg, full af
skuggum, öryggisleysi og hræðsju.
Og þegar barnið er komið í rúm-
ið, skaltu fara varlega, þegar þú
yfirgefur það, í mesta lagi að senda
því fingurkoss, en alls ekki veifa í
kveðjuskyni, eins og venja er gagn-
vart vestrænum börnum.
Einn maður gekk í hálfan mánuð
til barnasálfræðings, með litla aust-
urlenzka soninn sinn, vegna þess að
hann rak alltaf upp óp og varð
trylltur af hræðslu, þegar hann
veifaði til hans í kveðjuskyni á
kvöldin. Lækninum var þetta mesta
ráðgáta, þangað til móðirin minnt-
ist á þetta við nágrannakonu sína,
sem líka átti austurlenzkt barn, frá
Koreu. — Guð hjálpi mér, hrópaði
konan, — það er ekki undarlegt að
barnið verði skelfingu lostið. Það
sem hjá okkur er að veifa í kveðju-
skyni, er skipun hjá þeim í Koreu.
Maðurinn þinn hefir sem sagt lagt
barnið til hvílu, en í sömu andrá
skipað því á fætru. Það er ekki und-
arlegt þótt drengurinn yrði hrædd-
ur. Hann hlýtur að hafa haldið að
maðurinn þinn væri geggjaður.
Fyrstu dagana getur barnið líka
fengið í magann, uppköst og niður-
gang. Venjulega kemur þetta af
breyttu mataræði í flugvélinni.
Fullorðið, heilbrigt fólk getur feng-
ið meltingartruflanir af flugvéla-
fæði, hvað þá barn sem hefir lifað á
hrísgrjónum og vatni frá fæðingu.
En eitt get ég huggað ykkur for-
eldra Asíubarna með, þegar fyrstu
næturnar eru liðnar, þá er barnið