Úrval - 01.09.1969, Síða 32
Viltu auka ordaforda f þinn ?
Hér fara á eftir 20 orð og orðasambönd ,með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þina i isienzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með
því að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri
en eina rétta merkingu að ræða.
1. að akka: að vagga, að halla, að dreifa, að reika, að hrúga saman, að slóra,
að ræða leynilega.
2. vanaður: ráðvandur, geltur, vel gerður, reyndur, óreyndur, óheiðarlegur,
ófrjór, en þó ekki ónýtur til ásta, venjulegur.
3. að vappa: að kasta, að tritla, að hoppa, að hlaupa, að vagga, að slæpast,
að flækjast um, að jagast, að rifast.
4. að steyta mákana: að þræta, að ógna, að slá, að ráðast á, að eiga í
erfiðleikum, að taka á af öllum kröftum, að sýna klærnair.
5. að gera spekálur: að spá fyrir um, að braska, að velta sér, að ógna, að
hræða, að sýna undirferli, að vinna afrek, að mistakast, að vera með
fíflalæti.
6. þum (þöm): flýtir, slen, óþýðlyndi, æðibunugangur, gat eða rauf til að
smeygja fingrum i eða hengja upp (t.d. á ketskrokk), tota, arða, brún,
jag, þrjózka.
7. að njörva e-ð upp: að rekja e-ð i sundur, að lyfta e-u upp, að telja e-ð upp,
að endurtaka e-ð, að vinna vel að e-u, að leysa upp fast efni, að rifja e-ð upp.
8. Það er snugg í honum: það er dugur í honum, hann er lasinn, hann er
ekki kátur, hann er ölvaður, hann er timbraður, það er asi á honum,
■hann er syfjaður, það er snúður á honum.
9. að snúldra við: að biða, að snúa sér við, að bregðast illa við e-u, að vjnna
linnulaust, að fyrtast, að ieysa vind, að -höggva við í eldinn, að gera viðarkol.
10. malir: fax, ennistoppur, kviður. siður, svæðið kringum nasir á naut-
gripum, spjaldhryggur klaufdýrs, uppblásið land.
11. goli: smáufsi, þyrslingur, golþorskur, stór þorskur, heimskingi, hestur,
kvennabósi, fantur, gárungi, fljótfær maður.
12. erfi: arfur, erfingi, drykkur, rnatur, illgresi, fyrirhöfn, þrældómur, erfis-
drykkja.
13. aflóga: dauður, ónýtur, örþreyttur, uppslitinn, óður, dauðvona, fárveikur,
aflifaður.
14. gálma: flenna, kvenskass, subba, stór heysáta, litil heyhrúga, snurða á
bandi, taðhraukur, hindrun.
15. að kumlasig: að kveinka sér, að meiða sig, að grúfa sig niður, að aka sér,
að ræskja sig, að flýta sér, að herða upp hugann.
16. hlein: áraþollur, handfang á ár, hvalbein, klöpp (í flæðarmáli), gnípa,
sylla, tré sem haft er undir skipskjöl, þegar skip er sett fram eða upp, kæna.
17. strunta: mont, bikkja, ruddaleg kona, lítið tréílát undir smádót, tóbaks-
ponta, geislavirkt efni, vínpeli.
18. þjóhnappur: konubrjóst, geirvarta, eista, rasskinn, blómhnappur, frævill,
treyjutala úr silfri, banakringla.
19. groddi: tarfur, lostafullur maður, gróft band eða garn, færi, ruddi, mont-
hani, söði, graðfoli. vettlingur eða sokkur úr grófu bandi.