Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 37
LEIÐIN TIL HJÓNABANDSÖNGÞVEITIS
35
spurði, hvort ég væri að leita að
einhverju sérstöku. „Já,“ svaraði
ég, „einhverju heimspekilegu. Ég er
nýbú'nn að lesa bók, sem segir
manni hvernig maður eigi að rífast
við konuna sína. Nú þarf ég á bók
að halda, sem segir manni, hvernig
maður eigi að sættast." A1 spurði,
hvernig mér litist á lítinn konfekt-
kassa. Ég sagði, að mér fyndist það
fremur gamaldags aðferð, sko, eins
og að aka um í hestvagni á bílaöld-
inni. A1 sagði, að maður kæmist
samt leiðar sinnar í hestvagni. Ég
hafði reyndar aldrei hugsað um þá
hlið málsins.
Maggie var að lesa uppi í rúmi,
þegar ég kom heim. Hún leit spyrj-
andi á pakkann, sem ég hélt á.
„Gjöf,“ sagði ég.
Hún lyfti augnabrúnunum. „Ha,
tvær sama daginn?“ sagði hún undr-
andi. Hún vafði pappírnum utan af
konfektkassanum. „Nei, sko, þakka
þér fyrir,“ sagði hún. Hún hikaði
augnablik, áður en hún opnaði hann,
líkt og hún héldi, að það væri bók
innan í honum. En þar var engin
bók, bara konfektmolar. Við feng-
um okkur bæði mola. Maggie fékk
sér nokkra í viðbót, meðan ég var
að búa mig í háttinn.
„Veggfóðrið í anddyrinu fer alveg
prýðilega," sagði ég við hana. „Það
er meira að segja ekki hægt að sjá,
hvar ég reif gat á það.“
„Mér þykir leitt, að ég skyldi
þjóta svona upp á nef mér,“ sagði
hún. „Veggfóðrun tekur svo á taug-
arnar.“
„Það er allt í lagi,“ svaraði ég.
Ég hallaði mér yfir hana og kyssti
hana.... Umm hindberjabragð!
„Þú ættir að fara meira út. Manstu
eftir löngu gönguferðunum, sem við
fórum í forðum?" spurði ég. Hún
mundi eftir þeim. „Og grösugu
stöðunum? Manstu?“ Hún leit upp
til mín með eins konar hálfbros á
vör. Ég skreið upp í. „Maggie...“
„Já,“ svaraði hún.
,,Rúmið,“ sagði ég „það hallast.“
„Undirstaðan á einum rúmfæt-
inum brotnaði," sagði hún, „svo að
ég skrúfaði undirstöðuna af. Finnst
þér það verra?“
Ég beið í um eina mínútu. í hvert
skipti sem ég hreyfði mig, tók rúm-
ið dýfu, sem endaði með smell. Þetta
hafði truflandi áhrif. Ég varpaði af
mér rúmteppinu og reis upp.
Ég reyndi að renna bók undir
rúmfótinn, en það dugði ekki. Og
því reyndi ég við tvær bækur. Ég
lagði „Leiðbeiningar í hjónbands-
erjum“ á gólfið og „Innihaldsríkara
kynlíf“ þar ofan á og smeygði þeim
báðum undir rúmfótinn.
Það var prýðilegt.
Séra William Wayne Dehoney, forseti Baptistakirknasambandsins í
Suðurríkjunum, gaf eftirmanni sínum eftirfarandi ráðleggingu: „Treystu
guði, elskaðu meðbræður þina, og biddu blaðamann alltaf að lesa upp-
hátt fyrir þig það, sem hann hefur haft eftir þér.“
The National Observer.