Úrval - 01.09.1969, Síða 40

Úrval - 01.09.1969, Síða 40
38 ÚRVAL fólk í Lebanon, Ohio, yfirgaf heim- ili sín. í Cincinnati kom engum dúr á auga. Reykháfar féllu víðsvegar í Tennessee, Kentucky og Missouri. Múrsteinar losnuðu í Georgíu og Suður-Karolínu. Bjöllur tóku að hringja, klukkur stönzuðu og hús hristust í Virginíu. Jafnvel í Boston á austurströndinni fannst fyrir hræringunum. Hið stóra og volduga Mississippi- fljót hafði aldrei látið verr. — Það vall, sauð og rauk. Frá botninum kastaðist leðja upp á bakkana. Um þrjúleytið þessa nótt gerðist fyrir- bæri, sem orðið er frægt í munn- mælum í suðurríkjunum, því enn er talað um „nóttina, þegar Missi- sippi streymdi aftur á bak“. En ástæðan var ógnarlegur kraftur neðanjarðar, sem myndað hefur öldubakka milli og þrýst vatninu af heljarafli mót straumnum. Maður nokkur, Firmin La Roche að nafni, stjórnaði för þriggja flat- bytninga á fljótinu með trjávið frá St. Louis til New Orleans. Hann lét svo ummælt: „Þessi jarðskjálfta- alda á fljótinu var svo stórkostleg, að ég hef aldrei séð annað eins á sjó úti. Aldan kastaði okkur meira en mílu aftur norður á bóginn." Hinn stríði straumur flæddi yfir bakkana og færði í kaf trjátoppa, sem voru þrjátíu fet yfir eðlilegu vatnsborði. Vatnsflóðið æddi um tíu mílur út frá báðum fljótsbökk- unum. Enginn um borð í bátnum bjóst við að sleppa lifandi. En fljótlega hjaðnaði þessi mikla alda. Bátar, sem borizt höfðu á land upp, strönduðu hvarvetna. La Roche fann annan bátinn af hinum tveim. Sá þriðji týndist með allri áhöfn. Skipstjóri einn fró St. Louis hafði tekið höfn við stóra eyju í fljótinu um kvöldið. En er hann svipaðist betur um á staðnum, varð hann þess áskynja, að sjóræningjar héldu sig á eynni og væru vísir til að ræna skipið í skjóli náttmyrkurs- ins. Skipstjóri lagði því aftur út á fljótið. En um nóttina riðu jarð- skjálftarnir yfir. Morguninn eftir var eyjan horfin. Af henni sást ekk- ert framar — og sjóræningjunum ekki heldur. Þessa nótt lá við festar fyrir neð- an fossana í Ohio-ánni hið glæsi- lega hjólaskip „New Orleans", fyrsta gufuskipið á vestlægum vötnum. Frumkvöðull að smíði þess og eigandi var Nicholas Roosevelt, frændi Theodórs forseta, og sam- starfsmaður Roberts Fultons, sem teiknaði skipið. Fram til þessa tíma höfðu öll kaupför á fljótinu verið flatbytningar. En ætlan framtaks- manna þessara var sú að sanna yf- irburði gufuaflsknúinna skipa á Mississippi. Þegar jarðskjálftinn reið yfir um hálf-fjögur leytið, sá Nicholas Roosevelt draum sinn um sigur yf- ir höfuðskepnum fljótsins þurrkast burt á stuttri stund. Skipið glæsi- lega titraði stafna milli eins og það hefði siglt í strand. Skipverjar og farþegar hlupu upp á þiljur og urðu vitni að hamförum ölduróts- ins. En gufuskipið hélt leiðar sinnar. Næstu daga á leiðinni niður Ohio- ána og síðan Missisippi óttaðist skipstjórinn, að hann missti ekki einungis skip sitt, heldur og öll
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.