Úrval - 01.09.1969, Síða 40
38
ÚRVAL
fólk í Lebanon, Ohio, yfirgaf heim-
ili sín. í Cincinnati kom engum dúr
á auga. Reykháfar féllu víðsvegar
í Tennessee, Kentucky og Missouri.
Múrsteinar losnuðu í Georgíu og
Suður-Karolínu. Bjöllur tóku að
hringja, klukkur stönzuðu og hús
hristust í Virginíu. Jafnvel í Boston
á austurströndinni fannst fyrir
hræringunum.
Hið stóra og volduga Mississippi-
fljót hafði aldrei látið verr. — Það
vall, sauð og rauk. Frá botninum
kastaðist leðja upp á bakkana. Um
þrjúleytið þessa nótt gerðist fyrir-
bæri, sem orðið er frægt í munn-
mælum í suðurríkjunum, því enn
er talað um „nóttina, þegar Missi-
sippi streymdi aftur á bak“. En
ástæðan var ógnarlegur kraftur
neðanjarðar, sem myndað hefur
öldubakka milli og þrýst vatninu af
heljarafli mót straumnum.
Maður nokkur, Firmin La Roche
að nafni, stjórnaði för þriggja flat-
bytninga á fljótinu með trjávið frá
St. Louis til New Orleans. Hann lét
svo ummælt: „Þessi jarðskjálfta-
alda á fljótinu var svo stórkostleg,
að ég hef aldrei séð annað eins á
sjó úti. Aldan kastaði okkur meira
en mílu aftur norður á bóginn."
Hinn stríði straumur flæddi yfir
bakkana og færði í kaf trjátoppa,
sem voru þrjátíu fet yfir eðlilegu
vatnsborði. Vatnsflóðið æddi um
tíu mílur út frá báðum fljótsbökk-
unum. Enginn um borð í bátnum
bjóst við að sleppa lifandi. En
fljótlega hjaðnaði þessi mikla alda.
Bátar, sem borizt höfðu á land upp,
strönduðu hvarvetna. La Roche
fann annan bátinn af hinum tveim.
Sá þriðji týndist með allri áhöfn.
Skipstjóri einn fró St. Louis hafði
tekið höfn við stóra eyju í fljótinu
um kvöldið. En er hann svipaðist
betur um á staðnum, varð hann
þess áskynja, að sjóræningjar héldu
sig á eynni og væru vísir til að
ræna skipið í skjóli náttmyrkurs-
ins. Skipstjóri lagði því aftur út
á fljótið. En um nóttina riðu jarð-
skjálftarnir yfir. Morguninn eftir
var eyjan horfin. Af henni sást ekk-
ert framar — og sjóræningjunum
ekki heldur.
Þessa nótt lá við festar fyrir neð-
an fossana í Ohio-ánni hið glæsi-
lega hjólaskip „New Orleans",
fyrsta gufuskipið á vestlægum
vötnum. Frumkvöðull að smíði þess
og eigandi var Nicholas Roosevelt,
frændi Theodórs forseta, og sam-
starfsmaður Roberts Fultons, sem
teiknaði skipið. Fram til þessa tíma
höfðu öll kaupför á fljótinu verið
flatbytningar. En ætlan framtaks-
manna þessara var sú að sanna yf-
irburði gufuaflsknúinna skipa á
Mississippi.
Þegar jarðskjálftinn reið yfir um
hálf-fjögur leytið, sá Nicholas
Roosevelt draum sinn um sigur yf-
ir höfuðskepnum fljótsins þurrkast
burt á stuttri stund. Skipið glæsi-
lega titraði stafna milli eins og
það hefði siglt í strand. Skipverjar
og farþegar hlupu upp á þiljur og
urðu vitni að hamförum ölduróts-
ins.
En gufuskipið hélt leiðar sinnar.
Næstu daga á leiðinni niður Ohio-
ána og síðan Missisippi óttaðist
skipstjórinn, að hann missti ekki
einungis skip sitt, heldur og öll