Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 47
44
Það vekur furðu nú, en engu
að siður er það staðreyncl,
að sjálfstœðisyfirlýsing fíanda-
ríkjanna mœtti harðrí
mótspymu.
Eftir THOMAS FLEMING
Hin grýtta
leið til
sjálfstæðis
homas Jefferson vakn-
aði að venju við fyrstu
skímu dögunarinnar.
Hávaxni, rauðhærði
Virginíumaðurinn
horfði út um gluggana í leiguher-
bergjum sínum á þriðju hæð við
7. stræti og Markaðsstræti. Hann
leit út yfir Philadelphiuborg. Sv'p-
ur hans var þrunginn áhyggjum og
kvíða. í dag, þ. 1. júlí árið 1776,
fengi hann sönnun fyrir því, hvort
hann hefði eytt allri fyrirhöfn sinni
síðustu 3 vikurnar til einskis eða
ekki. Allan þann tíma hafði hann
verið önnum kafinn við að. semja og
endursemja plagg, sem hann hafði
kallað: „Yfirlýsing, gerð af full-
trúum Bandaríkjanna, sem komnir
eru saman á þingi“.
Það virðist næstum hlæg'legt
núna, að nokkur skuli hafa efazt
um framtíð Sjálfstæðisyfirlýsingar-
innar. Okkur hættir til þess að
spyrja eitthvað á þessa leið: Gat í
rauninni leikið nokkur vafi á því?
Bjo .3 I |
i \ 1 ] 1 1 1 I f J
: j
| I 1 !
En það er staðreynd, að sú saga,
sem men upplifa, er alls ólík þeirri
sögu, er þeir endurlifa, sem á eftir
þeim koma.
Hvað eftir annað hafa Bandaríkin
orðið að taka átakanlega erfiðar
ákvarðanir, sem valdið hafa þjóðinni
sáru hugarangri. Því er þannig far-
ið einmitt um þessar mundir. Það
gæti því hjálpað mönnum núna, ef
þeir gerðu sér grein fyrir því, að
sama hugarangrið vaknaði meðal
þjóðarinnar yfir ákvörðun þeirri,
sem skapaði þjóð okkar. Þar sem
hinn 33 ára gamli Jefferson stóð við
gluggann í íbúð sinni þennan 1. dag
júlímánaðar árið 1766, gat hann alls
ekki verið viss um, að þessi Sjálf-
stæðisyfirlýsing hans yrði nokkurn
tíma lesin, hvað þá að hún yrði um
síðir gerð ódauðleg. Þing landsins
varð fyrst að ákveða, hvort hug-
myndin um sjálfstæði ensku ný-
lendnanna í Ameríku væri æskileg
í sjálfu sér. Þá fyrst gátu þingfull-