Úrval - 01.09.1969, Side 51
49
HIN GRÝTTA LEIÐ TIL SJÁLFSTÆÐIS
völlum starfsferli sínum á þann
kröftuga og sannfærandi hátt, sem
hafði gert hann að einum mesta
áhrifamanni þingsins. Thomas Jeff-
erson sagði síðar um þá ræðu, að
hún hefði búið yfir ,,því afli hugs-
unar og tjáningar, sem kom okkur
til að lyftast upp úr sætum okkar."
Adams bar fram þá spurningu,
hversu oft Ameríkumenn þyrftu að
verða vitni að því, að auðmjúkar
bænir þeirra væru lítilsvirtar, áður
en þeir gerðu sér grein fyrir því,
að George III. væri óvinur þeirra.
Hver gat enn látið blekkjast af orð-
rómi um sættir, þegar herir réðust
nú inn í nýlendurnar úr þrem átt-
um? Adams sagði, að nú væri stund-
in komin, þegar íbúar Ameríku yrðu
að ákveða, hvort þeir ættu að láta
undan eins og þrælar eða berjast
eins og frjálsir menn. Hann sagði,
að George III. hefði grafið undan
hollustu flestra Ameríkumanna um
aldur og ævi vegna aðfaranna í
Lexington og á Bunkerhæð. Hann
lagði áherzlu á, að sjálfstæðisyfir-
lýsing mundi einmitt tjá heiminum
þessa staðreynd, hún mundi afla
Ameríku vina, kannske jafnvel
bandamanna. Hann sagðist álíta það
enn mikilvægara, að hún mundi
tryggja stuðning þúsunda karla og
kvenna, sem væru enn í vafa. Svo
lýsti hann yfir sinni eigin afstöðu
með því að hrópa: „Ég er reiðubú-
inn að hætta öllu sem ég á, öllu
sem ég er, og öllu sem ég vænti
mér af lífinu, vegna þessarar
ákvörðunar. Hvort sem ég lifi eða
dey, hvort sem ég kemst lífs af eða
glatast, þá styð ég sjálfstæðisyfir-
lýsinguna.“
SAMNINGANÓTT
Benjamin Harrison bað menn að
greiða atkvæði um yfirlýsinguna.
Það kváðu við já og nei á víxl. Úr-
slitin voru fremur ískyggileg: að-
eins 9 nýlendur voru hlynntar yfir-
lýsingunni. Pennsylvania og Suður-
Karólína höfðu ákveðið að fara að
dæmi leiðtoga andstæðinga og
greiða atkvæði gegn yfirlýsingunni.
Atkvæði Delaware skiptust þannig
að annað var með en hitt á móti, og
þannig urðu þau á vissan hátt á-
hrifalaus. Fulltrúar New York
greiddu ekki atkvæði. Fulltrúar
fjögurra nýlendna af samtals þrett-
án höfðu greitt atkvæði gegn sjálf-
stæðisyfirlýsingunni, eða tæpui'
þriðjungur! Edward Rutledge flýtti
sér að bera fram tillögu um, að
formlegri atkvæðagreiðslu skyldi
frestað til næsta dags.
Nú hófst nótt æðislegra samninga-
umleitana og örvæntingarfullra á-
taka. Thomas McKean frá Delaware
réð sér hraðboða, sem átti fljótasta
hestinn í Philadelphiu, og átti hann
að þeysa til Dover í Delaware en
það er 80 mílna leið. Þar átti hann
að ná fundi Caesas Rodneys þing-
manns, sem var hlynntur sjálf-
stæðisyfirlýsingunni en hafði endi-
lega þurft að skreppa heim. Næði
hann nógu snemma til þingsins í
Philadelphiu, mundi atkvæði hans
tryggja stuðning Delaware.
Edward Rutledge ræddi lengi
nætur á Bæjarkránni við hina full-
trúana frá Karolínunýlendunum.
Hann var enn andsnúinn sjálfstæð-
isyfirlýsingu. En hann var samt það
mikill stjórnvitringur, að hann gerði
sér grein fyrir því, að þótt aðeins