Úrval - 01.09.1969, Side 51

Úrval - 01.09.1969, Side 51
49 HIN GRÝTTA LEIÐ TIL SJÁLFSTÆÐIS völlum starfsferli sínum á þann kröftuga og sannfærandi hátt, sem hafði gert hann að einum mesta áhrifamanni þingsins. Thomas Jeff- erson sagði síðar um þá ræðu, að hún hefði búið yfir ,,því afli hugs- unar og tjáningar, sem kom okkur til að lyftast upp úr sætum okkar." Adams bar fram þá spurningu, hversu oft Ameríkumenn þyrftu að verða vitni að því, að auðmjúkar bænir þeirra væru lítilsvirtar, áður en þeir gerðu sér grein fyrir því, að George III. væri óvinur þeirra. Hver gat enn látið blekkjast af orð- rómi um sættir, þegar herir réðust nú inn í nýlendurnar úr þrem átt- um? Adams sagði, að nú væri stund- in komin, þegar íbúar Ameríku yrðu að ákveða, hvort þeir ættu að láta undan eins og þrælar eða berjast eins og frjálsir menn. Hann sagði, að George III. hefði grafið undan hollustu flestra Ameríkumanna um aldur og ævi vegna aðfaranna í Lexington og á Bunkerhæð. Hann lagði áherzlu á, að sjálfstæðisyfir- lýsing mundi einmitt tjá heiminum þessa staðreynd, hún mundi afla Ameríku vina, kannske jafnvel bandamanna. Hann sagðist álíta það enn mikilvægara, að hún mundi tryggja stuðning þúsunda karla og kvenna, sem væru enn í vafa. Svo lýsti hann yfir sinni eigin afstöðu með því að hrópa: „Ég er reiðubú- inn að hætta öllu sem ég á, öllu sem ég er, og öllu sem ég vænti mér af lífinu, vegna þessarar ákvörðunar. Hvort sem ég lifi eða dey, hvort sem ég kemst lífs af eða glatast, þá styð ég sjálfstæðisyfir- lýsinguna.“ SAMNINGANÓTT Benjamin Harrison bað menn að greiða atkvæði um yfirlýsinguna. Það kváðu við já og nei á víxl. Úr- slitin voru fremur ískyggileg: að- eins 9 nýlendur voru hlynntar yfir- lýsingunni. Pennsylvania og Suður- Karólína höfðu ákveðið að fara að dæmi leiðtoga andstæðinga og greiða atkvæði gegn yfirlýsingunni. Atkvæði Delaware skiptust þannig að annað var með en hitt á móti, og þannig urðu þau á vissan hátt á- hrifalaus. Fulltrúar New York greiddu ekki atkvæði. Fulltrúar fjögurra nýlendna af samtals þrett- án höfðu greitt atkvæði gegn sjálf- stæðisyfirlýsingunni, eða tæpui' þriðjungur! Edward Rutledge flýtti sér að bera fram tillögu um, að formlegri atkvæðagreiðslu skyldi frestað til næsta dags. Nú hófst nótt æðislegra samninga- umleitana og örvæntingarfullra á- taka. Thomas McKean frá Delaware réð sér hraðboða, sem átti fljótasta hestinn í Philadelphiu, og átti hann að þeysa til Dover í Delaware en það er 80 mílna leið. Þar átti hann að ná fundi Caesas Rodneys þing- manns, sem var hlynntur sjálf- stæðisyfirlýsingunni en hafði endi- lega þurft að skreppa heim. Næði hann nógu snemma til þingsins í Philadelphiu, mundi atkvæði hans tryggja stuðning Delaware. Edward Rutledge ræddi lengi nætur á Bæjarkránni við hina full- trúana frá Karolínunýlendunum. Hann var enn andsnúinn sjálfstæð- isyfirlýsingu. En hann var samt það mikill stjórnvitringur, að hann gerði sér grein fyrir því, að þótt aðeins
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.