Úrval - 01.09.1969, Síða 54
52
TJRVAL
Er nokkuð að marka
stjömus'pádóma? Hvað sem því
líður lifir fólk um allan heim
samkvæmt þeim á hverfum degi.
Vaxandi vinsældir
stjörnuspádóma
Eftir TOM BUCKLEY
jarni vinsæla rokksöng-
leiksins „Hár“ eru
stjörnuspádómar og
allt, sem þá snertir. Og
líklega er það fyrsta
leiksýningin við hina frægu leik-
húsgötu, Broadway í New York,
þar sem skráður er sérstakur
stjörnuspámaður leikflokksins í
leikskránni. (Stjörnuspámaðurinn
ákvað hagstæða dagsetningu fyrir
frumsýninguna á Broadway og
einnig frumsýningarnar í Kaup-
mannahöfn, Lundúnum, Los Angel-
es, Miinchen og Stokkhólmi). — í
tízkuhúsum New York og Parísar
fá sumir teiknararnir móðursýkis-
köst við tilhugsunina eina um að
byrja tízkusýningu á degi, sem er
óhagstæður stjörnufræðilega séð.
Auðvitað er ekki þagað yfir slíkum
móðursýkisköstum, heldur eru þau
vel auglýst. Marlene Dietrich sótti
nýlega um að fá viðtal við U. Thant,
ritara Sameinuðu þjóðanna. Hún
ætlaði að skýra honum frá því, að
dagur sá, sem ákveðinn var til sér-
staks fundar Allsherjarráðsins, væri
óhagstæður stjörnufræðilega séð.
Nú á dögum eru til stjörnuspá-
dómamatreiðslubækur, stjörnuspá-
dómahjúskaparráðgjafar og stjörnu-
spádómakynningarþjónusta til þess
að auðvelda ungu fólki, sem á vel
saman, að ná saman til styttri eða
lengri kynna. Stofnun ein í Dals-
læk í New Yorkfylki, sem kallast
Tímamynztursrannsóknarstofnunin,
hefur matað tölvu á 25 milljón upp-
lýsingaatriðum stj örnuspádómalegs
eðlis. Svo þarf aðeins að mata tölv-
una á fæðingardegi og fæðingarstað
viðskiptavinarins og einnig upplýs-
ingum um, klukkan hvað hann
fæddist. Og tölvan spýr svo út úr
sér 20.400 orða langri skapgerðar-
greiningu viðskiptavinarins, ásamt
lista yfir hæfileika og ýmsa eigin-
New York Times —