Úrval - 01.09.1969, Page 58
56
ÚRVAL
veðreiðarnar hefjast á nákvæmlega
tilsettum tíma.“).
Þrátt fyrir vanþóknun kirkju-
feðranna (fyrst og fremst hins heil-
aga Ágústínusar) og nútímaupp-
götvana á sviði jarðfræði, eðlis-
fræði og erfðafræði, hefur stjörnu-
spádómafræðin haldið áfram að
vera eins konar hækja, eins konar
vörn gegn hverfulleik gæfunnar.
Það gekk þrálátur orðrómur um
það á fjórða áratug þessarar aldar,
að Adolf Hitler réðist aldrei inn í
neitt land án þess að ráðfæra sig
fyrst við stjörnuspámann sinn.
Sagnfræðingar álíta þetta núna
reyndar mjög vafasamt, en það er
sagt, að brezka leyniþjónustan hafi
flýtt sér að ráða sér stjörnuspá-
mann, þegar síðari heimsstyrjöldin
skall á. Og ætlunarverk hans var
að reyna að reikna það út á grund-
velli stjörnuspár Hitlers, hvers
konar ráðleggingar stjörnuspámað-
ur hans gæfi honum.
HINN GULLNI MEÐALVEGUR
Nú eru 5.000 til 10.000 stjörnu-
spámenn í Bandaríkjunum. Enginn
getur sagt til um fjölda þeirra með
nokkurri vissu, þar eð sá getur tal-
izt stiörnuspámaður, sem heldur
bví fram. að hann sé það. Það eru
»ð°ins nokkrir brennar í Banda-
ríkiunum. sem krefiast þess, að
s+iörnusnámenn hafi lokið prófi og
að beir afli sér a+vinnuleyfis sem
slíkir. Það er að vísu til stutt nám-
skeið og virðast vera fremur yfir-
bo'-fSpkénnd. Samtök stjörnuspá-
manna revna að siá svo um. að
stiörnusnámpnn temii sér vissar
reglur og hafi til að bera lágmarks-
þekkingu. Hið helzta slíkra sam-
taka er „Amerísku stjörnuspá-
mannasamtökin". En ekkert þessara
samtaka eða félaga getur refsað á
annan hátt fyrir agabrot en með
því að reka meðliminn úr samtök-
unum eða félaginu. Margir starf-
andi stjörnuspámenn eru líklega
húsmæður, sem eru að reyna að
drýgja heimilispeningana með því
að semja 50—100 stjörnuspár á ári
í heimabæjum sínum.
Stjörnuspámenn álíta, að þeir fái
mjög slæma útreið bæði hjá blöð-
unum og almenningi. En samt virð-
ast þeir sjálfir vera sínir hörðustu
gagnrýnendur, þar eð þeir úthrópa
stöðugt hvern annan sem svikara
og svindlara og hafa mikla ánægju
af að skýra frá röngum stjörnu-
spám stéttarbræðra sinna. Stöðugt
hefur verið spáð heimsendi allt frá
árinu 100 eftir Krists burð. Síðasta
spáin hljóðaði upp á heimsendi ár-
ið 1962, og þá vakti hálf indverska
þjóðin alla nóttina og beið eftir því,
að heimsendir yrði.
En fólk það, sem leitar til
stjörnuspámanna, virðist samt vera
ánægt. Þessi athugasemd ungs
myndskreytingarmanns er líklega
dæmigerð fyrir viðhorf viðskipta-
vinanna: „Þegar maður hefur
stjörnuspádóma til þess að styðj-
ast við, getur maður bara kennt
stjörnunum um, ef illa gengur. Er
það ekki dásamleg tilfinning"? Það
veitir viðskiptavinunum líklega
einnig öryggi að trúa því, að jörðin
sé aftur orðin miðdepill alheims-
ins og maður sjálfur sé orðinn mið-
depill athyglinnar. „Uppáhaldsum-
ræðuefni hvers manns er hann