Úrval - 01.09.1969, Side 67
65
Pípureykingamaðurinn þarf að
temja sér rólyndi, sjálfsstjórn
ng þolinmæði til að nú
fullkomnun.
Staðreyndir um pípureykingar
eins lítill hluti þeirra
fjölmörgu manna, sem
byrja að reykja pípu,
ná þeirri fullkomnun
að verða ánægðir með.
pípuna. Flestir álíta að pípan sé
neyðarúrræði, vegna þess að ódýr-
ara er að reykja hana en vindla og
sígarettur. En sannur pípumaður
veit betur. Hann veit, að pípureyk-
ingar eru margföld nautn á við aðr-
ar reykingar, ef rétt er að farið.
Það er ekki sama hvernig pípan er
meðhöndluð, hún þarfnast tima,
fyrirhafnar og faglegrar þekkingar.
Og það er ekkert skrítið: Það getur
engin ekið bíl, án þess að vita
hvernig á að nota hin ýmsu áhöld
og takka; engin getur orðið fullfær
til ásta, án þess að þekkja eitthvað
til hinna margslungnu og töfrandi
leikja samlífsins. Og það sama gild-
ir með pípuna, enginn ætti að
reykja pípu, án þess að vita hvernig
á að fara með hana, til að hún gefi
sem allra mesta ánægju.
Vitanlega eru skiptar skoðanir
um ýmislegt varðandi pípureyking-
ar. Bernhard gamli Shaw sagði einu
sinni, að þrjár leiðir væru færar til
að verða sérvitringur. í fyrsta lagi
að búa í algerri einangrun, í öðru
lagi að dvelja meðal geðveikra og í
þriðja lagi að reykja pípu, og það
er auðveldasta leiðin. En það, sem
hér verður tínt til, eru aðeins:
STAÐREYNDIR UM PÍPURREYK-
INGAR.
SAGAN
Tóbakið, eins og við þekkjum það
í dag, barst til Evrópu fyrir um það
bil 500 árum. En reykingar tíðkuð-
ust þegar fyrir mörg þúsund árum.
Véfréttin í Delfí notaði margar teg-
undir af reykelsi, og var ilminum