Úrval - 01.09.1969, Page 73
STAÐREYNDIR UM PÍPUREYKINGAR
71
notkunar. Skýrslur rannsóknar-
nefnda og sérfræðinga hafa verið
lagðar fram og niðurstöðurnar ver-
ið hinar óhugnanlegustu fyrir sígar-
ettureykingamenn og er óþarfi að
fjölyrða um það. Pípan hefur að
vísu hlotið nokkra gagnrýni, en nið-
urstöðurnar eru þó flestar á þá leið,
að hún sé að mestu skaðlaus. Með
tilliti til þess, kostnaðarhliðarinnar
og þeirrar staðreyndar, að pípu-
reykingar bjóða upp á meiri ánægju
en sígarettur, er engin furða, þó að
pípan sé í stöðugri framsókn. En
margir gefast upp, og halda áfram
að negla sína eigin líkkistu.
Róm var ekki byggð á einum degi,
og enginn verður óbarinn biskup.
En þolinmæðin þrautir vinnur all-
ar. Pípureykingamaðurinn þarf að
temja sér rólyndi, sjálfsstjórn og
þolinmœSi, til að ná fullkomnun. í
því liggur hinn siðferðislegi kraftur
pípunnar. Pípureykingamaðurinn
verður að vísu háður nikótíninu og
reykingavananum, en hann vinnur
þessa þrjá ágætu eiginleika, sem því
miður eru allt of fátíðir hjá öðrum
en pípureykingamönnum. Þessari
grein er fyrst og fremst ætlað
það hlutverk að hjálpa mönnum til
að komast yfir hina tæknilegu byrj-
unarörðugleika, sem óhjákvæmilega
fylgja pípureykingum. Hinir 3
ágætu eiginleikar þróast svo jafn-
hliða tæknilegu hliðinni, sé maður-
inn á annað borð ákveðinn í því að
verða pípureykingamaður; bæði
sjálfs sín vegna og til að hjálpa
þeim heimi, sem við lifum í, til að
stíga enn eitt spor fram ó við, í átt-
ina til betra lífs.
Margir staðir í veröldinni bjóða upp á ódýra sumarleyfisdvöl fyrir
hvern þann, sem er nógu ríkur til þess að komast þangað.
Mark Beltaire.
1 veiðiferð lentum við einu sinni í kalsaveðri. Við eyddum nóttinni á
sandrifi niðri við ána og hnipruðum okkur saman i kringum bál, sem
við höfðum kynt þar, og reyndum að blunda. Ungur frændi minn, sem
var með í ferðinni, hnipraði sig saman, dró teppið sitt upp fyrir höfuð
og muldraði: „Ég vildi bara, að ég væri heima í hlýja rúminu mínu
og væri að óska þess, að ég væri hér norður frá.“
Lyle Deem.
Nýgift hjón höfðu búið stórt hús fullkomlega að húsgögnum og öll-
um húsbúnaði með hjálp gjafamiða, sem framleiðendur sáputegundar
einnar létu fylgja sápunum til þess að auka söluna á þeim. Hljóðuðu
miðar þessir upp á alls kyns húsbúnað. Og nú voru þau að sýna vinum
sínum húsið, stolt á svip.
„En þið hafið bara sýnt okkur fjögur herbergí. Hvað um hin fimm?“
,,Ó, þar geymum við sápurnar," hljóðaði svarið!"
Iriéfo Spotlight.