Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
® JÖRÐIN OG
JÚPÍTER
SENDA FRÁ
SÉR RADÍÓ-
MERKI
E'inn a£ bandarísku
gervihnöttunum, sem
nú eru á brautarsigl-
ingu utan gufuhvolfs-
ins, er búinn óven.iulega
löngum móttökuloftnet-
um og tækjum, sem
miðast 'Við það að veita
viðtöku radíómerkjum
■með lágri tiðni. Sá
nefnist „Explorer 38“,
og hefur þegar sent frá
sér til jarðar stórmerki-
fegar- upplýsingar um
það fyrirbæri úti í
geimnum, en eins og
kunnugt er senda ýms-
ar stjörnur og himin-
hnettir frá sér radíó-
bylgjur, einkum með
lágri tiðni og — að því
er haldið er vegna eðl-
isfræðilegra breytinga,
sem eiga sér stað í sam-
bandi við þróunarskeið
þeirra, þótt vísinda-
mönnum sé enn ráð-
gáta i hverju breyting-
ar eru fólgnar. Fjórtán
ár eru nú liðin síðan
slikar radíósendingar
frá Júpíter voru upp-
götvaðar, en nú hefur
„Explorer 38“ sent frá
sér þaar uppiýsingar, að
jörðin sendir einnig frá
sér slík radíómerki,
meira að segja á svip-
aðri tíðni og að öllu
leyti mjög hliðstæð
merkjasendingunum frá
Júpíter. Þetta þykir
benda til þess, að svip-
aðar eða samskonar
þróunarbreytingar eigi
sér stað á báðum þess-
um hnöttum, en eins og
kunnugt er, þá er Júpi-
ter eina plánetan, svo
vitað sé, sem hefur bæði
segulsvið og geislunar-
belti eins og jörðin.
® KRABBAMEIN
OG ÓNÆMI
Nokkrir vísindamenn
hallast nú að þeirri
skoðun, að krabbamein
kunni að orsakast af ó-
skýranlegri óvi.rkni ó-
næmisvarnarkerfis lik-
amans. Samkvæmt
þeirri kenningu stafar
sýkingin af því, að við-
komandi líffærum tekst
ekki, einhverra orsaka
vegna, að framleiða það
magn hvítra blóðkorna,
sem nauðsynlegt er til
að þau geti gegnt því
hlutverki sínu að upp-
götva rangeðlisfrum-
ur og tortíma þeim, en
þær geti fyrir bragðið
aukizt og margfaldast
óhindrað. Meðal annars
ren.nir það stoðum und-
ir þessa kenningu, að
óeðlilega margir nýrna-
þegar hafa tekið
krabbamein, skýrslum
samkvæmt, en þeim er
öllum gefið lyf, sem
lamar ónæmisaðgerðir
líkamans, en það er
einmitt umrætt ónæm-
isvarnakerfi líkamans,
sem er erfiðasti þrösk-
uldur í vegi fyrir því að
hann „viðurkenni"
framandi lífvefi, sem
iikáminn grípur til
gagnvart ígræðslu, sé
honum einnig vörn
gegn krabbameinssýk-
ingu. Líffræðingar og
aðrir vísindamenn, sem
beint hafa rannsóknum
sínum inn á þessa braut,
telja, að ef kenning
þessi reynist rétt, megi
með lyfjum örva fram-
leiðslu líkamans á hvít-
um blóðkornum, þegar
þess þurfi með, og
treysta þannig ónæmi
h-ans gagnvart krabba-
meininu.
• KRABBA-
MEINS-VÍRUS
SMÁSJÁRLJÓS-
MYNDAÐUR
Jafnvel þótt svo færi,
að þessi kenning reynd-
ist hafa við rök aö
styðjast, eru þeir, sem
73
við slíkar rannsóknir
fást, í sjálfu sér engu
nær um það hvað veld-
ur því, að írumurnar fá
allt í einu rangt eðli, ef
þannig mætti orða það,
og valda krabbameini
sem slíkar. Nokkrir vis-
indamenn hafa haldið
■því fram, að einhvers-
konar vírus muni valda
þessu óeðli, og um þess-
ar mundir hefur sá ár-
angur náðst, sem styð-
ur þá kenningu. Vís-
indamenn í Bandaríkj-
unum hafa tilkynnt að
þeim hafi tekizt að ein-
angra og smásjárljós-
mynda ókennilegan. vír-
us, sem sannazt hefur
fyrir til-raunir að valdi
krabbameini í músum.
Þar með er þó ekki sagt
að hann valdi krabba-
meini í mönnum — en
fyrst sannað þykir að
viss vírus valdi krabba-
meini í músum, bendir
það ótvírætt til þess,
segja vísindamennirnir,
að einhver vírustegund
valdi krabbameini í
mönnum, þótt ekki hafi
enn tekizt að eignangra
h-ann og enn síður að
l.jósmynda hann. Þessi
árangur er sagður
verða til þess, að nú
verði tilraunir í þá átt
hertar um allan helm-
ing.
• ENDING BÍLA
LENGD UM
HELMING?
Yfirlýsingar geim-
ferðastofnunarinnar
bandarísku um örugg-
leika Satúrnus-eld-
flauganna virðist ætla
að hafa allskonar „hlið-
arverkanir". Til dæmis
-hafa nefndir séríræð-
inga, sem settar hafa
verið til að vinna gegn
ýmissi mengun, — en
þar eru ruslhaugarnir
og skranhaugarnir úti
fyri.r stórborgunum
með erfiðustu viðfangs-
efnunum — hreyft
þeirr áskorun á hendur
bíldframleiðendum, að
þeir lengi aldur bilanna
um helming, eða úr sjö
árum upp í fjórtán,
hvað sé þeim auðvelt,
miðað við yfirlýsingar
fyrrnefndrar stofnunar
og ýmissa tæknisér-
fræðinga um getu hlið-
stæðra verksmiðja á því
sviði. Með því móti
mundi helmingi auð-
veldara að fást við bíl-
hræin, Þar eða þeim
mundi þá í rauninni
fækka um helming,
miðað við það sem nú
er, en þrátt fyrir en.d-
urnotkun málmsins úr
þessum hræum, sem
sumstaðar hefur verið
skipulögð, eru þeir víð-
ast hvar fyrirferðar-
mikið atriði í skran-
haugamynduninni. Þá
telja sömu aðilar og, að
tæknisérfræðingum
geimferðastofnunarinn-
ar hafi reynzt það leik-
ur einn að leysa jafn-
vel mun erfiðara vanda-
mál en það, að finna
upp einhverjar umbúð-
ir eða umbúðaefni i
stað málmanna og
plastsins, sem auðvelt
verði að „gera að engu“
— til dæmis með upp-
leysingu í sjóðheitu
vatni, og mætti þá skola
því burtu eins og hverju
öðru skólpi. Sem sagt
— fyrst tekizt hefur að
leysa þau vandamál,
sem geimferðunum eru
'Samfara, eins vel og
raun ber vitni, þá sé
fyllilega tímabært að
snúa sér að vandamál-
unum á jörðu niðri.
Hætt er þó við að fjár-
málahliðin í því sam-
bandi reynist erfiðari
viðfangs á jörðu niðri
— td. mundi tvöföld
bílaending þýða helm-
ingi minni framleiðslu
en ella, og hvað segja
framleiðendurnir við
því?
J