Úrval - 01.09.1969, Page 76
74
URVAL
Hingað til hefur verið talið
hagkvœmast að takmarka
skýjakljúfa við 60 hæðir. En
hyggingar framtíðarinnar
munu teygja sig enn hærra
til himins.
Stórkost-
legasti
Skýja-
kljúfurinn
Eftir J. D. RATCLIFF
etta er fyrsta bygging
21. aldarinnar.“
Sá, sem mælti þessi
orð, var arkitekt. Og
hann átti við Heims-
viðskiptamiðstöðina, sem nú er að
rísa neðan til á Manhattan og ljúka
skal árið 1973. Skýjakljúfur þessi
er róttækur, hvað hugmyndina
að honum snertir, og gerð hans og
lögun einkennist af dirfsku. Hann
er stórkostlegt verkfræðilegt afrek.
Hvað flestar aðrar nýbyggingar
snertir, er talað um ferfetafjölda
þann, sem leigjanlegur verði. En
það er talað um ekrur, þegar skýja-
kljúfur þessi er annars vegar.
í Heimsviðskiptamiðstöðinni
verða tvær hæstu byggingar heims,
110 hæða turnar, sem gnæfa 1350
fet upp í loftið. (Núverandi heims-
meistari á þessu sviði, Empire
State-byggingin, gnæfir aðeins 1250
fet upp í loftið). Aldrei hefur slíkt
geysilegt byggingarfjármagn (600
milljónir dollara) verið lagt á svo
lítið „borð“ — eða 16 ekru lóð með-
fram Hudson-ánni. En í byggingun-