Úrval - 01.09.1969, Síða 82
80
URVAL
turninum haustið 1970, mun bygg-
ingavinna samt halda áfram á þeim
86 hæðum sem eru þar fyrir ofan,
en framkvæmdirnar við Suðurturn-
inn fylgja svo á eftir 8 mánuðum
seinna.
Hingað til hefur það virzt vera
hagkvæmt að takmarka stórbygg-
ingar við 60 hæðir, hvað allan rekst-
ur snertir. En reynist allt ganga
Heimsviðskiptamiðstöðinni í haginn
fjárhagslega, eins og nú lítur út fyr-
ir, þá er það hugsanlegt, að bygg-
ingar framtíðarinnar muni teygja
sig hátt til himins.
Ef þú ert. venjulegur karl og kona, þá lítur afrekaskrá þín þannig
út fyrir hvern sólarhring:
Hjarta þitt slær 103.680 sinnum.
Þú andar 23.040 sinnum.
Þú talar 4800 orð.
Þú borðar tæp 3 pund af mat.
Þú drekkur tæplega tvo lítra af vökvum.
Þú notar 7 milljón heilafrumur.
Þú hreyfir 750 meiri háttar vöðva.
Þú snýrð þér 25—35 sinnum í svefni.
Hár þitt vex 0,171 úr þumlungi.
Neglur þínar vaxa 0,000046 úr þumlungi.
Miðað við meðallangan lífaldur eyðir þú 20—24 árum í svefni, og
14 árum vökubíma þíns eyðir þú við þína reglulegu vinnu. Þú eyðir 3
árum til viðbótar til þess eins að bíða, á strætisvagnastöðvum, i verzl-
unum, í biðstofum lækna o.s.frv.
Victor Anderson í Belfast Telgraph.
E'in af fjölmörgum skopteikningum af eyðileggingu Nelsonsúlunnar í
Dublin var gerð af Osbert Lancaster og birtist i Daily Express. Og
líklega er hún sú skemmtilegasta af þeim öllum. Hún sýnir roskna
konu, sem leiðir ungan son sinn sér við -hlið. Þau standa bæði við
„rústirnar" af Nelsonminnismerkinu. Hún er alvarleg á svip. Og fyrir
neðan myndina getur að líta Þessa gullvægu setningu:
„Jæja, Johnny. Faðir O'Bubblegum segir, að þannig fari fyrir mönn-
um, sem eru að dandaiast með giftum konum!"
Tom Wheelan.
Afgreiðslumaður á bensínstöð virti fyrir sér litla bílinn, sem á var
málaður fjöldi smáblóma. En á meðan tók hárprúði hippíinn, sem ók
honum, að umsnúa öllum vösum til þess að tína saman nokkra skildinga
í svolítinn bensíndreitil. Að lokum spurði afgreiðslumaðurinn: „Viltu
fá dálitið af bensíni, eða á ég kannske bara að vökva blómin"?
Rick Palmer.