Úrval - 01.09.1969, Side 89
BARNI LINDBERGS RÆNT
87
að var orðið meira en
lítið framorðið, er þau
Anna og Charles Lind-
berg luku við að
snæða kvöldverð hinn
1. marz 1932. Lindberg ofursti hafði
átt annasaman dag á skrjfstofu
flugsambandsins í New York, kom
síðan við á rannsóknarstofu Rocke-
fellerstofnunarinnar og endaði
daginn hjá tannlækni sínum. Það
var ekki fyrr en klukkan hálfníu,
að hann kom til nýja heimilisins
síns, sem var í nágrenni Hopewell
í New Jersey-fylki.
Þau Lindberghjónin gengu frá
matborðinu til dagstofunnar og
settust í sófann fyrir framan arin-
inn. Það var kalt og vindnapurt
úti fyrir, en brennandi viðarlurk-
arnir í arninum héldu við nota-
legum hita í stofunni. Stöku sinn-
um sló niður í reykháfnum, og við
það jókst bálið. Klukkan var nú
nýgengin tíu.
Snögglega sneri Lindberg höfð-
inu og hlustaði.
„Hvað var þetta?“ sagði hann.
Anna innti hann eftir, hvað hann
ætti við.
Hann hafði heyrt hljóð, — eins
og þegar tré brotnar, útskýrði
hann. En Anna hafði ekki heyrt
neitt. Þau sátu þögul nokkur and-
artök og hlustuðu, en héldu svo
áfram taii sínu. Þegar veðrið var
í þessum ham, gat stormurinn flutt
með sér undarlegustu hljóð.
Húsið var mjög afskekkt, en
Lindberg hafði einmitt valið þenn-
an stað til að geta átt sitt einkalíf
engu síður en aðrir menn. En frá
því árið 1927, að hann varð heims-
frægur fyrir Atlantshafsflug sitt,
hafði þessi ungi flugmaður verið
dýrkaður sem guð, en það kærði
hann sig sízt um.
Þetta jarðnæði hans, sem tók
yfir 200 hektara lands, virtist vera
hið ákjósanlegasta, þar sem það var
ekki fjarri stórborginni New York,
en um leið í skjóli hinna hrikalegu
Sourlandsfjalla að norðanverðu og
að sunnan illt aðkomu sökum fenja
og annars óræktarlands.
Þetta nýja hús, sem í voru tíu
herbergi, var ekki alveg fullgert,
og fyrir marga gluggana vantaði
tjöld. Venjulega eyddu hjónin ungu
einungis helgunum þarna á staðn-