Úrval - 01.09.1969, Síða 91
BARNI LINDBERGS RÆNT
89
ur, sem Betty hafði notað til að
festa teppið og lökin við dýnuna,
voru óhreyfðar, og það mátti enn
sjá dældina í svæflinum, þar sem
litla höfuðið hafði hvílt.
Lindberg hraðaði sér til hei'berg-
is síns og tók riffil úr fataskápn-
um, hljóp aftur til barnaherberg-
isins með konu sína á hælunum.
Við dyrnar vatt hann sér við og
horfði á hana.
,,Anna,“ mælti hann. „Barninu
okkar hefur verið rænt.“
FYRSTA SPORIÐ
Á ofninum undir glugganum í
suðausturhorni barnaherbergisins
fann Lindberg pappírsumslag.
Hann lét það liggja kyrrt og gaf
þeim Önnu og Betty þá fyrirskip-
un, að þær mættu hvorki snerta
það né nokkuð annað fyrr en lög-
reglan hefði gert sínar rannsókn-
Anna Morrow Lindbergh.
ir. Hann kom ennfremur auga á
rauðgulan leir á gólfinu og var-
aðist að stíga í hann.
Lindberg bað Oliver Whately,
þjón sinn, að hringja til lögregl-
unnar í Hopewell, og sjálfur
hringdi hann til fylkislögreglunnar
í New Jersey. Þessu næst setti hann
sig í samband við vin sinn og mál-
færslumann, Henry ofursta Breck-
inridge í New York, og bað hann
að koma til Hopewell án tafar.
Konurnar þrjár grandskoðuðu.
hvert einasta herbergi og skáp, ef
vera kynni, að drengurinn væri
falinn þar. Lindberg vatt sér út
fyrir húsið með riffilinn reiðubú-
inn og gekk eftir veginum norður
af húsinu. Oliver þjónn ók hægt
á eftir í bílnum og lét ljós:n falla
yfir grundirnar beggja vegna.
Nokkrum mínútum síðar kom
lögreglustjórinn frá Hopewell
ásamt einum undirmanna sinna, og
Lindberg vísaði þeim til barna-
herbergisins. Eftir skyndiathugun
þar gengu þeir út fyrir til að leita
eft'r fleiri vísbendingum.
Þrátt fyrir myrkrið, fundu þeir
fljótlega tvær djúpar dældir í
mjúka leirmoldina undir glugga
barnaherbergisins, og tuttugu
metra frá húsinu fann annar lög-
reglumannanna stiga, — eða rétt-
ara sagt hluta af stiga.
Stigi þessi var viðvaningslega
smíðaður, en þó skiptur í þrjá
hluta, svo hann væri auðveldari til
flutnings. Annar kjálkinn og efsta
þrepið í einum hlutanum var brot-
ið. Meðan Lindberg skoðaði brot-
inn stigann kom í huga hans
hljóðið, sem hann hafði heyrt í