Úrval - 01.09.1969, Side 96
94
dag settist hann við skrifborðið í
húsi sínu í Bronx og skrifaði bréf
til uppáhaldsdagblaðs síns, sem var
„Bronx Home News“:
„Ég býðst til að leggja fram
1000 dali, en það er allt það, sem
ég hef sparað saman á ævinni,
til viðbótar hinum ákveðnu 50
þúsund dölum, svo móðirin geti
fengið sitt elskaða barn aftur.
Ég er ennfremur reiðubúinn til
að takast ferðalag á hendur,
hvert sem vera vill, og skal
aldrei nefna á nafn, hverjir
ræningjarnir eru .
Bréf þetta birtist í nefndu dag-
blaði hinn 8. marz, og fljótlega tók
sími kennarans að hringja. Fjöl-
skylda hans og flestir vina hans
voru mjög forviða á þessu hátta-
lagi gamla mannsins. Skildi hann
ekki, að hann yrði athlægi allra,
úr því hann teldi víst, að ræningj-
arnir læsu hið lítt útbreidda dag-
blað „Bronx Home News“?
Condon kennari svaraði þolin-
móður: „Ég vil sjá barnið leggja
handleggina um háls móðurinnar.*1
Doktor Condon vann ósleitlega
hinn 9. marz og kom fyrst heim um
tíuleytið. Hann var kominn á eftir-
laun sem kennari, en hélt samt enn
fyrirlestra í uppeldisfræðum við
Fordham-háskólann, sagði til í
sundi og hélt erindi um hin marg-
víslegustu efni hvarvetna í borginni.
Þegar hann fór í gegnum póstinn
þetta kvöld, tók hann fljótlega eft-
ir stóru umslagi með utanáskrift-
inni „Dr. John Condon“. Þetta um-
ÚRVAL
slag opnaði hann fyrst — og las
forviða:
Kæri doktor. Ef þér viljið
vera milligöngumaður í Lind-
bergsmálinu, þá farið nákvæm-
lega eftir fyrirmælunum. Af-
hendið í eigin persónu Lindberg
meðfylgjandi bréf ..... Þegar
þér hafið fengíð peningana hjá
Lindberg, þá birtið þessi þrjú
orð í „New York American.“
PENINGARNIR ERU
TILBÚNIR.
Verið heima á hverju kvöldi
milli 18 og 24 . . . .
Við bréfið var heft lítið, lokað
umslag.
Condon hringdi undir eins úl
Lindbergs, las fyrir honum brétið
og skýrði honum frá hinu umslag-
inu.
„Gerið svo vel að lesa hitt bréfið
fyrir mig líka“, svaraði Lindberg
undir eins.
Condon opnaði umslagið. ,,'væri
ofursti", las hann, „herra Condon
á að vera milligöngumaður. Þér
skuluð afhenda honum "0.000 dali
í pakka af þessari stæro . ..“ Hér
skýrði Condon frá, að á örkina væri
teiknaður kassi með uppgefnum
stærðarmálum. Hann las áfram:
„Þegar við höfum fengið pening-
ana, skulum við segja yður, hvar
þér getið fundið drenginn yðar. Þér
skuluð hafa flugvél tilbúna. Vega-
lengdin er 240 kílómetrar . “
Rödd Lindbergs var þreytuleg,
næstum áhugalaus, þegar hann
spurði, hvort þetta væri allt og
sumt.
Condon svaraði, að svo væri ekki.