Úrval - 01.09.1969, Page 107
BARNI LINDBERGS RÆNT
105
Arthur Koehler, sérfrceðmgur í timburvörum.
Honum tókst að finna út, hver seldi timbrið
í stigann.
konar ráða, sem að gagni
gætu komið ...
Hinn 11. apríl stóð nafn
doktors John Condons með
stóru letri á forsíðu blaðs-
ins „Bronx Home News“.
Nú, eftir að fram var kom-
ið, að lausnarféð væri þeg-
ar greitt, hafði blaðið
blaðið ákveðið að afhjúpa
hlutverk Condons í þessum
sorgarleik. Og ekki var
blaðið fyrr komið út þenn-
an dag en fréttamenn, ljós-
myndarar og lögreglumenn
ruddust að húsi hans og
hringdu dyrabjöllunni.
Gamli maðurinn taldi sig
fullvissan um, að barnráns-
mennirnir myndu standa
við orð sín. En þar eð það
hafði ekki gerzt enn, hlyti
ástæðan að vera sú, að þeir
væru hræddir við að ganga
í einhverskonar gildru.
Enda sagði hann nú af
sannfæringarkrafti við þá,
sem leituðu á hans fund:
„Lindberg ofursti hlýtur að heyra
eitthvað frá ræningjunum næstu
daga.“
LJÓSMERKIÐ ÚR
FRAMMASTRINU
Viku síðar, eða hinn 18. apríl,
gafst Lindberg sjálfum ástæða til
að halda, að ræningjarnir vildu á
ný freista þess að komast í sam-
band við sig.
Eftir fyrsta mót sitt með John
Curtis hafði Lindberg verið í svo
miklum önnum við að undirbúa
afhendingu lausnarfjárins, að hann
hafði ekki haft tíma til að hitta
Curtis aftur. En nú þegar ekkert
heyrðist frá John og drengurinn
enn ófundinn, varð Lindberg hugs-
að til Curtis, — hvort honum hefði
orðið nokkuð ágengt með að hafa
samband við ódæðismennina.
En hann hafði einmitt haft sam-
band við þá!
Hann skýrði svo frá, að þeir
hefðu einmitt fyrir nokkrum dög-
um látið uppi við sig heimilisfang
í Newark og beðið sig að koma
einan til húss þessa. Þar hefði hann
hitt Sam og tvo menn aðra. Ann-