Úrval - 01.09.1969, Side 109

Úrval - 01.09.1969, Side 109
BARNI LINDBERGS RÆNT 107 heppnuðu eftirför og bætti við: „Þetta hafa verið verstu dagarnir í lífi mínu.“ Hinn 6. maí, þegar Curtis kom um borð eftir að hafa skroppið í land, tilkynnti hann, að ræningjarnir hefðu enn á ný leitað sambands við sig, þeir æsktu eftir nýju stefnu- móti, — og í þetta sinn á hafinu úti fyrir New Jersey. Þe:r Lindberg, Bruce og Ric- hard fóru þegar í stað til New York og um borð í hið 26 metra langa seglskip Cachalot, sem var hið ágætasta sjófar. Lindberg var hinn vonbezti, en sólarhringur leið án þess nokkur árangur næðist, og jafnframt versn- aði veðrið og gekk á með storm- viðri. Hinn 10. maí kom skipið aftur til hafnar, og Curtis brá sér í land til að grennslast eftir, hvaða tálm- anir væru í vegi. Hann kom aftur með uppörvandi fréttir. Hann skýrði svo frá að hann hefði hitt aðra konuna, sem áður hafði staðið í fjarskiptasambandi við Mary B. Moss, í skála einum við Cape May; hún hafði sagt, að ránsmennirnir væru mjög fýsandi þess að láta barnið af hendi sem allra fyrst, en nauðsynlegt væri að breyta enn um stefnumótsstað og væri hann nú ákveðinn hið sérstaka hafsvæði „Five Fathoms Bank“. Skipin skyldu gefa hvoru öðru merki með því að depla framsiglu- lj ósunum. En daginn eftir var veðrið orðið svo slæmt, að Cachalot lét ekki úr höfn. Curtis gekk í land til að hitta fréttaritara frá „New York Herald Tribune", en ritstjórinn hafði boð- ið honum 25 þúsund dala þóknun fyrir einkaréttinn á frásögn hans, sem skyldi birtast undir eins og barninu væri skilað. Þeir Bruce og Richard héldu til New York, en Lindberg var eftir um borð í segl- skipinu. Fimmtudaginn 12. maí lægði loks storminn. Curtis kom um borð, og skipið sigldi til hafs. Þegar komið var til „Five Fathoms Banks“, var úrhellisrigning, og þar sem myrkur var skollið á, sást varla spönn út fyrir skipið. Lindberg lét ljósið í frammastrinu leiftra tímunum saman. En ekkert svar kom. EFTIRLEITIN ENDAR Það rigndi líka hressilega á svæð- inu umhverfis Sourland-fjöllin síð- degis þennan fimmtudag. „Vinnu- konurnar" áttu fullt í fangi með að halda rúðunum hreinum í vörubíl Vilhjálms Allen, þegar hann kom akandi með trjáhlass eftir veginum milli Princeton og Hopewell. Hinn grannvaxni 46 ára gamli blökku- maður sagði við samstarfsmann sinn, Orville Wilson, að hann væri feginn, að þessi dagur væri senn á edna, hann hlakkaði til að koma heim til konu og barna í Trenton. Rétt eftir að þeir höfðu ekið gegnum lítið sveitaþorp, Mount Rose, sveigði Allen út í vegarbrún- ina og sagði við félaga sinn, að hann þyrfti að skreppa út úr bíln- um erinda sinna. Wilson svaraði því til, að hann ætti heldur að stanza við bensínafgreiðslu, þar sem sal- erni væri. Allen sté út úr bílnum og gekk milli nokkurra trjáa unz gróðurinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.