Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 118

Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 118
116 ÚRVAL angur næðist, tók Finn að velta fyr- ir sér, hvort ekki væri hægt að grípa til einhverra annarra ráða. í október kom í hug hans ungur sálfræðingur frá New York, Dudley Shoenfeld að nafni, sem var yfir- læknir í Mount Sinai-sjúkrahús- inu. Finn hafði fregnað, að Shoen- feld þessi hefði látið uppi athyglis- verða kenningu um Lindbergs- málið. Enda þótt lögreglan teldi, að barnsránið hefði verið undirbúið og framkvæmt af hópi afbrota- manna, var Shoenfeld læknir á þeirri skoðun, að ódæðisverkið hefði verið unnið af einum manni í geðtruflunarkasti. Skoðun þessi vakti forvitni Finns, og bað hann lækninn um viðtal. Shoenfeld var mjög glaður, er honum gafst þannig tækifæri til að leggja skoðanir sínar á borð fyrir lögreglumann. Hann skýrði Finn svo frá, að henn hefði fljót- leg reynt að finna einhvern tilgang eða sálfræðilega skýringu á barns- ráninu og komist að þeirri niður- stöðu, að ástæðan væri vinsældir Lindbergs og sá hetjuljómi, sem léki um nafn hans. Verið gat, að einhver sem upptendraður var af mikilmennskuórum, hafi talið hinn unga flugkappa sem keppinaut sinn um hylli almennings og vilj- að gera honum einhvern slæman grikk. Ennfremur var Shoenfeld á þeirri skoðun, að sökudólgurinn væri viðvaningur sem glæpamaður og vildi setja sig í svipaða persónu- lega hættu og Lindberg sjálfur hafði gert með flugi sínu yfir Atl- antshafið. Lausnarféð sem krafizt var, hafi verið allt of lág upphæð fyrir heilan flokk glæpamanna, enda hafi fjármunirnir ekki verið aðalatriðið heldur það að svifta barnið lífi. En Shoenfeld viðurkenndi, að kenningar hans væru byggðar á þeirri vitneskju um málið, sem hann hefði fengið með lestri dag- blaðanna; þessvegna væri sér mik- il þökk í, ef hann fengi að glugga í bréfin, sem barnsræninginn hafði skrifað. En bréf þessi voru fjórtán talsins. Finn, sem hafði hlustað af at- hygli, lofaði að spyrja lögregluna í New Jersey, hvort Shoenfeld mætti kynna sér bréfin. og sér til undrunar bar þessi fyrirspurn já- kvæðan árangur. Lækninum voru fengin í hendur afrit af bréfunum, og hinn tíunda nóvember lét Shoen- feld Finn vita, að bréfin hefðu styrkt kenningar sínar. Og nú væri hægt að hefjast handa með einhverj- ar aðgerðir. Shoenfeld læknir byrjaði á að gefa Finn þá lýsingu af John, sem hann hafði reynt að draga saman: í fyrsta lagi væri hann Þjóðverji. Stafvillurnar í bréfunum voru ósviknar og gerðar af innflytjanda sem hugsaði enn á þýzku. Að lík- indum byggi hann í Bronx-hverf- inu í New York með því að hann læsi „Home News“ og virtist vel kunnugur í þeim borgarhluta. En Shoenfeld hélt fram, að mest sláandi væru þær upplýsingar í bréfunum, sem gæfu til kynna sál- arlíf bréfritarans. Augljóst væri, að John, hver sem hann annars var, hefði mjög mikið sjálfsálit og vildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.