Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 119

Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 119
BARNI LINDBERGS RÆNT 117 láta bera mikið á sér. Benti Shoen- feld á ýmsa staði í bréfunum þessu til sönnunar. Shoenfeld bætti við, að í síðasta bréfinu væri atriði, sem fæli mikið í sér. í bréfi þessu hafði John skrif- að nafnið „Gay Head“. Væri horft á þessi tvö orð gegnum stækkun- argler, mætti greinilega sjá, að fyrst höfðu þarna verið skrifuð orð- in „Gun Hill“, en síðar leiðrétt. En „Gun Hill“ var mikil umferðaræð i Bronx. Ef til vill bentu pennaglöp þessi til, hvar John ætti heima. Þeir Finn yfirlögregluþjónn og Shoenfield læknir grandskoðuðu nú lögreglukort yfir borgarhverfið og afmörkuðu þá staði, sem John hafði nefnt í bréfum sínum til Condons. Svæðið, sem þarna kom fram, var óreglulegur ferhyrningur, sem af- markaðist í vestri af Jerome-stræti nálægt Woodlawn-kirkjugarðinum og í suðri af Gun-Hill veginum. Þeir félagarnir þóttust vissir um, að einhvers staðar á svæði þessu væri morðingjann að finna. En þarna bjuggu þúsundir manna, og því ekki auðvelt verkefni að leita uppi „manninn með háu kinnbein- in.“ GLÖGGUR MAÐUR Á TIMBUR KEMUR TIL SÖGUNNAR Er næstum var liðið ár frá barns- ráninu, tók Schwarzkopf á ný að leiða hugann að stiganum, sem fundizt hafði fyrir utan bústað Lindbergs. Stigi þessi hafði að sjálf- sögðu verið rannsakaður eftir kúnstarinnar reglum, en ekkert nýtt komið fram við það. Trjáviðarsérfræðingur banda- rísku skógræktar-rannsóknarstöðv- arinnar, Arthur Koehler, hafði séð nokkrar flisar úr stiganum, en ekki rannsakað stigann sjálfan. En þeg- ar frá leið hafði Schwarzkopf sann- færzt um, að Koehler væri mikill rannsóknarmaður á sínu sviði. E'tt sinn hafði slunginn brennuvargur meðgengið brot sitt eftir að honum hafði verið hótað, að Arthur Koe- hler skærist í málið. Koehler gaf þegar í stað jákvætt svar. Raunar hafði hann fljótlega eftir ránið skrifað Lindberg og boðið honum aðstoð sína, en bréfið glatazt í allri ringulreiðinni. En nú var tækifærið komið. Koehler hófst þegar handa með að rannsaka stigann og byrjaði á að númera þrepin ellefu og kjálk- ana sex. Að svo búnu tók hann fram smásjá, og kom þá í ljós, að í vinstra kjálka efsta hlutans voru fjögur naglagöt. Stöfuðu þau af nokkrum ferköntuðum nöglum af gamalli gerð. Og þar sem ekki sáust neinir ryðblettir, gat tréð ekki verið bú- ið að veðrast mikið. Koehler, benti Schwarzkopf á, að ætti hann eftir að taka höndum ein- hvern grunaðan, skyldi leiða í hí- býlum hans að fjöl eða planka með naglagötum með sama rnillibili og gatanna á stiganum. Þessu næst beindi Koehler athyglinni að nokkrum, næstum ósýnilegum rák- um á báðum kjálkum neðsta hluta stigans. Hann vissi af reynslu, að rákir þessar stöfuðu frá hnífum í þykktarhefli. Og rákirnar bentu líka t'l annars: Á hlið annars kjálk- ans hafði galli í hefilhnífnum myndað veikt en óafmáanlegt mark.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.