Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 119
BARNI LINDBERGS RÆNT
117
láta bera mikið á sér. Benti Shoen-
feld á ýmsa staði í bréfunum þessu
til sönnunar.
Shoenfeld bætti við, að í síðasta
bréfinu væri atriði, sem fæli mikið
í sér. í bréfi þessu hafði John skrif-
að nafnið „Gay Head“. Væri horft
á þessi tvö orð gegnum stækkun-
argler, mætti greinilega sjá, að
fyrst höfðu þarna verið skrifuð orð-
in „Gun Hill“, en síðar leiðrétt. En
„Gun Hill“ var mikil umferðaræð
i Bronx. Ef til vill bentu pennaglöp
þessi til, hvar John ætti heima.
Þeir Finn yfirlögregluþjónn og
Shoenfield læknir grandskoðuðu nú
lögreglukort yfir borgarhverfið og
afmörkuðu þá staði, sem John hafði
nefnt í bréfum sínum til Condons.
Svæðið, sem þarna kom fram, var
óreglulegur ferhyrningur, sem af-
markaðist í vestri af Jerome-stræti
nálægt Woodlawn-kirkjugarðinum
og í suðri af Gun-Hill veginum.
Þeir félagarnir þóttust vissir um,
að einhvers staðar á svæði þessu
væri morðingjann að finna. En
þarna bjuggu þúsundir manna, og
því ekki auðvelt verkefni að leita
uppi „manninn með háu kinnbein-
in.“
GLÖGGUR MAÐUR Á TIMBUR
KEMUR TIL SÖGUNNAR
Er næstum var liðið ár frá barns-
ráninu, tók Schwarzkopf á ný að
leiða hugann að stiganum, sem
fundizt hafði fyrir utan bústað
Lindbergs. Stigi þessi hafði að sjálf-
sögðu verið rannsakaður eftir
kúnstarinnar reglum, en ekkert
nýtt komið fram við það.
Trjáviðarsérfræðingur banda-
rísku skógræktar-rannsóknarstöðv-
arinnar, Arthur Koehler, hafði séð
nokkrar flisar úr stiganum, en ekki
rannsakað stigann sjálfan. En þeg-
ar frá leið hafði Schwarzkopf sann-
færzt um, að Koehler væri mikill
rannsóknarmaður á sínu sviði. E'tt
sinn hafði slunginn brennuvargur
meðgengið brot sitt eftir að honum
hafði verið hótað, að Arthur Koe-
hler skærist í málið.
Koehler gaf þegar í stað jákvætt
svar. Raunar hafði hann fljótlega
eftir ránið skrifað Lindberg og
boðið honum aðstoð sína, en bréfið
glatazt í allri ringulreiðinni. En nú
var tækifærið komið.
Koehler hófst þegar handa með
að rannsaka stigann og byrjaði á
að númera þrepin ellefu og kjálk-
ana sex. Að svo búnu tók hann fram
smásjá, og kom þá í ljós, að í vinstra
kjálka efsta hlutans voru fjögur
naglagöt. Stöfuðu þau af nokkrum
ferköntuðum nöglum af gamalli
gerð. Og þar sem ekki sáust neinir
ryðblettir, gat tréð ekki verið bú-
ið að veðrast mikið.
Koehler, benti Schwarzkopf á, að
ætti hann eftir að taka höndum ein-
hvern grunaðan, skyldi leiða í hí-
býlum hans að fjöl eða planka með
naglagötum með sama rnillibili og
gatanna á stiganum. Þessu næst
beindi Koehler athyglinni að
nokkrum, næstum ósýnilegum rák-
um á báðum kjálkum neðsta hluta
stigans. Hann vissi af reynslu, að
rákir þessar stöfuðu frá hnífum í
þykktarhefli. Og rákirnar bentu
líka t'l annars: Á hlið annars kjálk-
ans hafði galli í hefilhnífnum
myndað veikt en óafmáanlegt mark.