Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 120
118
í hinum æfðu augum Koehlers voru
þetta „fingraför“ hefilsins.
Koehler lét nú taka myndir af
hefilförunum, og eftir nána athug-
un á myndum þessum gat hann
ákveðið ýmsa eiginleika þykktar-
hefilsins; meðal annars hraðann,
sem hann hafði unnið á. Að svo
búnu skrifaði Koehler hinum ýmsu
sögunarmyllum á svæðinu frá New
York til Alabama, en þær voru alls
1598 talsins, og spurðist fyrir um,
hvort þar væri til þykktarhefill af
þeirri gerð og með þá eiginleika,
sem hann tiltók.
Svörin voru kveljandi lengi að
tínast inn, en loks gat Koehler tak-
markað rannsóknir sínar við 23
sögunarmyllur og verkstæði. Hann
skrifaði til eigandanna tuttugu og
þriggja og bað um sýnishorn af
þeim furuviðarbreiddum af upp-
gefinni þykkt og breidd, sem hefl-
aðar væru í vélum þeirra.
Á einu sýnishornanna, sem kom
frá sögunarmyllu í Suður-Kal:-
forníu, M.G & J.J. Dorn Company,
fann Koehler nokkrar rákir svip-
aðar þeim, sem voru á kjálkum
stigans. Raunar fann hann ekki hin
daufu mörk, sem voru á stigatrénu,
en því hafði hann heldur ekki búizt
við. Það hlaut að vera búið að
skipta um hinn gallaða hníf í hefl-
inum fyrir löngu.
Frá sögunarmyllu þessari fékk
Koehlér sendan lista yfir allar
sendmgar af furustærðunum „eitt
fet sinnum fjórar tommur“, sem
ÚRVAL
sendar voru með skipum til staða
fyrir norðan Potomac-ána síðustu
29 mánuðina. Var þar um að ræða
46 skipsfarma til 25 fyrirtækja.
Koehler var viss um, að mikill
hluti timbursins hlyti að hafa skipt
um eigendur svo oft, að hann gæti
rakið það. En hann var samt stað-
ráðinn í að gera tilraunir sínar.
Næstu mánuðina ferðaðist Koe-
hler ásamt leynilögreglumanninum
Lewis Bornmann til New Jersey,
Connecticut, New York-fylkis og
Massachussetts og safnaði nöfnum
og heimilisföngum viðskiptamanna,
sem keypt höfðu timbur frá Dorn-
sögunarmyllunni.
Með þennan nafnalista til leið-
sagnar hóf nú Koehler skipulega
leit hús úr húsi í krafti Bornmanns
lögreglumanns og skilríkja hans.
Þe;r rannsökuðu hvaðeina trjákyns,
sem þeim datt í hug, hvort sem var
innanhúss eða utan. En hvergi fann
Koehler neitt, sem svaraði ná-
kvæmlega til rákanna í stiganum.
En þeir félagar gáfust ekki upp.
Loks hinn 29. nóvember 1933 heim-
sóttu þeir „National Lumber and
Millwork Company“, sem var stór
timburverzlun í Williamsbridge-
hverfinu í Bronx.
í bókum fyrirtækisins fann Kóe-
hler það, sem hann leitaði að: 2.263
feta fura, hefluð í Dorn-sögunar-
myllunni, hafði komið til fyrirtæk-
isins nákvæmlega þrem mánuðum
áður en barnsránið átti sér stað.
Var nokkuð eftir af þessari furu?
spurði Koehler. Yfirmaðurinn
hugsaði sig um andartak. Svo vís-