Úrval - 01.09.1969, Síða 122
120
ÚRVAL
berg hafði sjálfur fengið bréf, þar
sem honum var hótað brottnámi
Jóns litla.
Raunar var ógerlegt fyrir Lind-
berg að komast hjá að vekja at-
hygli almennings, sérstaklega eft-
ir flug það, sem átti sér stað sum-
arið 1933 til að íinna heppilegar
flugleiðir yfir Atlantshafið.
Það reyndist óvenjuleg flugferð.
Lindberg flaug vélinni og skrifaði
nákvæmar skýrslur um rannsókn-
ina. Anna kona hans flaug með
sem siglingafræðingur og loft-
skeytamaður. Á fimm mánuðum
flugu þau 50 þúsund kílómetra leið
yfir tvö heimshöf, fjórar heimsálf-
ur og 21 þjóðríki. Oftar en einu
sinni var tilkynnt, að þeirra væri
saknað. Á heimleiðinni flugu þau
yfir Suður-Atlantshafið í einum
áfanga.
í þessari einu flugferð rannsak-
aði Lindberg stærri hluta af yfir-
borði jarðar en nokkur landkönn-
uður hafði áður gert. Allir urðu
sammála um, að þau hjón hefðu með
þessu lagt fram ómetanlegt tillag
til vísindanna.
Húsið í Hopewell var nú ekki
lengur heimili þeirra, þar sem þau
höfðu afhent eignina barnauppeld-
isstofnun einni.
Þau hjón hröðuðu flugferðinni
síðasta áfangann til að geta haldið
jólin með Jóni litla, syni sínum.
Undir eins að lendingunni afstað-
inni óku þau til heimilis frú
Morrows í Englewood og hlupu
upp stigann til barnaherbergisins
til að heilsa Jóni og barnfóstrunni,
Betty Gow.
Fyrir næstum þrem og hálfu ári
hafði annar drengur séð dagsins
ljós í þessu sama herbergi í sama
litla rúminu og haft sömu barn-
fóstruna. Nú í desember 1933, einu
ári og tíu mánuðum eftir dauða
hans, lék banamaður drengs;ns enn
lausum hala.
HRINGURINN ÞRENGIST
En fleira gaf tilefni til bjartsýni.
Á veggkorti Finns yfirlögreglu-
manns í New York var nú kominn
heill skógur af mislitum títuprjón-
um. Hver þeirra merkti einn stað,
þar sem peningaseðill úr lausnar-
fénu hafði verið látinn af hendi.
Eftir þessari merkingu að dæma
átti barnsræninginn vafalaust
heima í Bronx-hverfinu. Á kortinu
voru títuprjónarnir þéttastir á því
svæði en voru því gisnari sem
lengra dró þaðan.
Þar að auki var nú meira vitað
um útlit ræningjans. Sumir banka-
menn og aðrir afgreiðslumenn, sem
áttað höfðu sig á númerum seðl-
anna, höfðu einnig tekið eftir
manninum, sem afhenti þá. Og lýs-
ing þeirra var næstum samhljóma
þeirri, sem doktor Condon hafði
gefið: Maður þessi hafði hvöss, blá
augu og framstandandi kinnbein,
litlar kinnar og oddmjóa höku, mál-
hreimur með þýzkublæ.
í byrjun ársins 1934 var Finn
lögreglumaður alls ekki óánægður
með útlitið með að klófesta John
barnsræningja. f apríl-mánuði ár-
ið áður hafði stjórn ríkisins gefið
út sérstaka tilskipun vegna kreppu-
ástandsins: allt gull, hvort sem það
var í mynt eða öðru formi, skyldi
afhendast ríkisbönkunum og skipt-