Úrval - 01.09.1969, Page 126

Úrval - 01.09.1969, Page 126
124 ÚRVAL ínsölu sinni. Jú, hann mundi vel eftir þessum seðli. Hann kallaði á John Lyons, og þeir gáfu í same'n- ingu lýsingu á viðskiptamanninum. Finn leit á félaga sína, og svip- urinn varð sigri hrósandi. Lýsingin átti alveg við þær upplýsingar, sem þeir höfðu fengið af „John“. Eftir þetta ætti ekki að verða erfitt að hafa upp á honum. Eftir nokkrar mínútur hringdi Finn til skrásetningarskrifstofu New York-fylkis og spurði um eiganda bílnúmersins, sem hann hafði skrif- að niður. Hann beið spenntur, unz svarið kom: Richard Hauptmann, 1279 East 222.-götu, Bronx. Við sólris daginn eftir, sem var miðvikudagurinn 19. september, kraup Finn ásamt ellefu lögreglu- mönnum öðrum í hrískjarri í norð- austurhluta Bronxhvdrfisins. Þeir höfðu raðað sér skipulega og beindu kíkjum sínum að látlausu, tveggja- hæða húsi, ljósbrúnu að lit og vel við höldnu að sjá. Lögreglumennirnir voru næstum vissir um, að barnsræninginn, sem þeir höfðu leitað að í tvö ár, væri þarna innan veggja. Sólin hækkaði á himninum, en lögreglumennirnir biðu þolinmóðir. Klukkan níu gekk maður út um aðaldyrnar. Finn sá hann greini- lega í kíkinum. Hann var meðalhár vexti og líkamsbyggingin fremur kraftaieg. Hann skundaði til bíl- skúrsins, opnaði hengilásinn og sté inn. Eftir örstutta stund ók dökk- blár Dodge-bíll út aftur á bak. Lög- reglumennirnir læddust til bíla sinna. Þeir eltu bláa fólksbilinn svo lít- ið bar á þrjá kílómetra, en þegar umferðin jókst nálægt East Tre- mont-stræti, króuðu tveir lögreglu- bílar hann af og fengu hann til að stanza. Einn lögregluþjónninn reif upp hægri framhurð Dodge-bíls'ns, settist inn og otaði skammbyssu í síðu bílstjórans. „Akið upp að gangstéttinni!“ skipaði hann. Maðurinn góndi skilningsvana á lögregluþjóninn en gerði sem hann bauð. „Hvað á þetta að þýða?“ spurði hann, þegar lögregluþjónninn stjak- aði honum út á gangstéttina. Þessari spurningu svaraði enginn, en handjárn small um úlnlið Haupt- manns. Eftir að þeir höfðu fullviss- að sig um, að hann væri óvopnaður rannsökuðu þeir hann nánar. Keaton dró peningaveski upp úr vinstri rassvasa Hauptmanns. í því var tuttugu-dala gullseðill, og saman- burður við lausnarfjárlistann sýndi að númerið var á þeim lista. Til þessa höfðu lögreglumennirnir unnið þegjandi í umferðarysnum. En nú rigndi spurningunum yfir Hauptmann. Sú fyrsta var: Hvar hafði hann fengið þennan gull- tryggða seðil? Hann svaraði hinn rólegasti, að hann hefði fyrir vana að halda til haga þeim gullseðlum, sem hann kæmist yfir, því hann væri smeykur við verðbólgu, -— en því fyrirbrigði hefði hann fengið nóg af heima í Þýzkalandi: hann ætti um það bil hundrað dali í gull- seðlum. „Hvar eru þessir peningar?" var næsta spurning. „í járnkassa heima hjá mér,“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.