Úrval - 01.09.1969, Page 126
124
ÚRVAL
ínsölu sinni. Jú, hann mundi vel
eftir þessum seðli. Hann kallaði á
John Lyons, og þeir gáfu í same'n-
ingu lýsingu á viðskiptamanninum.
Finn leit á félaga sína, og svip-
urinn varð sigri hrósandi. Lýsingin
átti alveg við þær upplýsingar, sem
þeir höfðu fengið af „John“. Eftir
þetta ætti ekki að verða erfitt að
hafa upp á honum.
Eftir nokkrar mínútur hringdi
Finn til skrásetningarskrifstofu New
York-fylkis og spurði um eiganda
bílnúmersins, sem hann hafði skrif-
að niður. Hann beið spenntur, unz
svarið kom: Richard Hauptmann,
1279 East 222.-götu, Bronx.
Við sólris daginn eftir, sem var
miðvikudagurinn 19. september,
kraup Finn ásamt ellefu lögreglu-
mönnum öðrum í hrískjarri í norð-
austurhluta Bronxhvdrfisins. Þeir
höfðu raðað sér skipulega og beindu
kíkjum sínum að látlausu, tveggja-
hæða húsi, ljósbrúnu að lit og vel
við höldnu að sjá.
Lögreglumennirnir voru næstum
vissir um, að barnsræninginn, sem
þeir höfðu leitað að í tvö ár, væri
þarna innan veggja.
Sólin hækkaði á himninum, en
lögreglumennirnir biðu þolinmóðir.
Klukkan níu gekk maður út um
aðaldyrnar. Finn sá hann greini-
lega í kíkinum. Hann var meðalhár
vexti og líkamsbyggingin fremur
kraftaieg. Hann skundaði til bíl-
skúrsins, opnaði hengilásinn og sté
inn. Eftir örstutta stund ók dökk-
blár Dodge-bíll út aftur á bak. Lög-
reglumennirnir læddust til bíla
sinna.
Þeir eltu bláa fólksbilinn svo lít-
ið bar á þrjá kílómetra, en þegar
umferðin jókst nálægt East Tre-
mont-stræti, króuðu tveir lögreglu-
bílar hann af og fengu hann til að
stanza. Einn lögregluþjónninn reif
upp hægri framhurð Dodge-bíls'ns,
settist inn og otaði skammbyssu í
síðu bílstjórans.
„Akið upp að gangstéttinni!“
skipaði hann.
Maðurinn góndi skilningsvana á
lögregluþjóninn en gerði sem hann
bauð. „Hvað á þetta að þýða?“ spurði
hann, þegar lögregluþjónninn stjak-
aði honum út á gangstéttina.
Þessari spurningu svaraði enginn,
en handjárn small um úlnlið Haupt-
manns. Eftir að þeir höfðu fullviss-
að sig um, að hann væri óvopnaður
rannsökuðu þeir hann nánar. Keaton
dró peningaveski upp úr vinstri
rassvasa Hauptmanns. í því var
tuttugu-dala gullseðill, og saman-
burður við lausnarfjárlistann sýndi
að númerið var á þeim lista.
Til þessa höfðu lögreglumennirnir
unnið þegjandi í umferðarysnum.
En nú rigndi spurningunum yfir
Hauptmann. Sú fyrsta var: Hvar
hafði hann fengið þennan gull-
tryggða seðil? Hann svaraði hinn
rólegasti, að hann hefði fyrir vana
að halda til haga þeim gullseðlum,
sem hann kæmist yfir, því hann
væri smeykur við verðbólgu, -— en
því fyrirbrigði hefði hann fengið
nóg af heima í Þýzkalandi: hann
ætti um það bil hundrað dali í gull-
seðlum.
„Hvar eru þessir peningar?" var
næsta spurning.
„í járnkassa heima hjá mér,“