Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 15
NÝ VITNESKJA UM TUNGLIÐ
Í3
hafi kastazt af hásléttunni niður á
flatlendið í sprengingu.
HITI EÐA KULDI.
Núverandi deilur um það, hvað
lesa megi úr tunglgrjótinu, eru af-
leiðing af tveim grundvallarkenn-
ingum, sem haldið hefur verið fram
um eðli tunglsins. Það eru kenning-
arnar um kalt tungl og heitt tungl.
Áhangendur kenningarinnar um
heitt tungl halda því fram, að tungl-
ið hafi bráðinn kjarna eins og jörð-
in og að snemma á ferli þess hafi
eldfjöll spúið gífurlegu magni af
hrauni upp á yfirborð þess, sem
hafi svo storknað og myndað hin
svokölluðu tunglhöf. Þeir benda
einnig á, að steinar af tunglhöfun-
um líkist hraunsteinum jarðarinn-
ar.
Áhangendur kenningarinnar um
kalt tungl halda því fram, að tungl-
ið sé allt kalt alveg inn í innsta
kjarna og að mestallt svipmót
tunglsins, svo sem gígar þess og
svokölluð höf, hafi myndazt við það,
að loftsteinar og alls konar „geim-
rusl“, sem er venjulega fyrir hendi
nálægt nýmynduðum reikistjörnum,
hafi stöðugt skollið á yfirborði þess.
Þeir halda því fram, að hitinn, sem
hafi myndazt við slíka risaárekstra,
hafi brætt yfirborð tunglsins og
myndað þá tegund steina, sem bár-
ust til jarðar í ferðum Appolo 11.
og 12.
Stjörnufræðingar framtíðarinnar
kunna að geta útkljáð þessa deilu að
mestu með því að bora nokkrar 10
feta djúpar holur í yfirborð tungls-
ins og koma fyrir hitamælingar-
tækjum á botni þeirra, sem mælt
f ' A
FÁEIN SPAKM/LLI EFTIR
ABRAHAM LINCOLN
• Guð hlýtur að hafa elsk-
að meðalmenn, fyrst hann
hefur skapað svo marga slíka.
• Faðir minn kenndi mér
að vinna, en hann kenndi mér
ekki að hafa dálæti á vinnu.
• Hjónaband er hvorki
himnaríki né helvíti. Það er
hreinsunareldur.
• Það er reynsla mín, að
menn, sem hafa ekki neina
galla, hafi mjög fáa kosti.
• Enginn maður hefur nógu
gott minni til að geta logið
sér að gagni.
• Ég veit ekki hver afi
minn var, enda gerir það ekk-
ert til. Ég hef miklu meiri
áhuga á að vita, hvað verður
úr sonarsyni hans.
V________________________y