Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 19

Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 19
MARGARÉT MEAD — ... 17 konar alheimsspákona um flest það, er snertir lífskjör manna og mann- legt líf í heild, allt frá listum frum- stæðra manna og baráttunni við of- fjölgun mannkyns til róttækrar réttindabaráttu bandarísku negr- anna, borgarskipulagsmála og þroska og uppeldis barna. „Maður veltir því fyrir sér, út í hvað hún muni steypa sér næst,“ segir pró- fessor einn, sem hefur fylgzt vand- lega með starfsferli hennar, sem nær nú yfir 45 ára tímabil, 12 rann- sóknarferðir, um tvo tugi bóka og á annað þúsund greina og fyrir- lestra. Á 12 mánaða tímabili frá því í júní 1968 til maíloka 1969 hélt hún samtals 43 vísindalega fyrirlestra og 36 fyrirlestra fyrir almenning víðs vegar um veröldina, t. d. í Lundúnum, Seoul í Kóreu og New Orleans. Þar að auki hafði hún 31 sjónvarps- og útvarpsþátt, sem fluttir voru um gervöll Bandaríkin og endurvarpað var til útlanda. Hún heldur næstum aldrei sama fyrir- lesturinn tvisvar sinnum, að undan- teknum námskeiðum, sem hún held- ur fyrir stúdenta við Fordham- og Columbiaháskólana og alltaf eru full. Sagt er, að hún hafi eitt sinn gleymt, hverja hún var að ávarpa í fyrirlestri sínum, og að hún hafi þannig talað um afbrigðilegt kyn- líf meðal Tchambulimanna fyrir hóp guðfræðinga. Fyrirlestri henn- ar var mjög vel tekið af guðfræð- ingunum, sem er kannske ekki neitt einkennilegt, þegar sú staðreynd er höfð í huga, að í 42 ár samfleytt, eða síðan hún lýsti ástalífi ungs, frumstæðs fólks í „Uppvaxtarár á Samoa“, hefur hún Margaret Mead verið nátengt öllu, er kynlíf snert- ir. (Af þessari fyrstu bók hennar seljast enn 100.000 eintök á ári). Það mætti helzt líkja heila Mar- garet Mead við spjaldskrárskáp. Þar er hver hlutur á sínum stað, enda hefur hún oftast nægar stað- reyndir á takteinum, þegar með þarf. Og hún býr yfir þeim hæfi- leika að geta klætt hátíðlegar og alvarlegar kenningar og hugtök í búning hins daglega máls, svo að allir skilji. En stundum tekur hún þá helzt til mikið upp í sig. Hún bar vitni á fundi í Öldungadeild- inni til stuðnings því, að notkun marijuana verði gerð lögleg. Þá helltist yfir hana slíkur fjöldi vand- lætingabréfa, að hún neyddist til þess að gefa frekari skýringu: Hún sagði, að það ætti ekki að skilja það svo, að menn hefðu gott af að nota marijuana, heldur að það væri slæmt, að notkun þess skyldi vera ólögleg. Þessi skilyrðislausa hreinskilni hennar án tillits til hugsanlegra erfiðleika, sem slíkt kynni að skapa henni, hafa gert hana að ögrandi og umdeildri persónu. Og þegar fólk kemur á fyrirlestra hennar. kemur það raunverulega til þess að hlusta. Hún átti eitt sinn að halda fyrirlestur fyrir meðlimi Ameríska vísindaframfarafélagsins í Cam- bridge í Massachusettsfylki, og áttu meðlimir þess einir að fá að sækja fyrirlesturinn. Þá réðust hundruð öfundsjúkra eiginkvenna meðlim- anna að fyrirlestrasalnum og kröfð- ust þess, að þeim yrði einnig hleypt inn. Þegar hún hélt námskeið sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.