Úrval - 01.10.1970, Síða 21

Úrval - 01.10.1970, Síða 21
MARGARET MEAD —... 19 ráðstefnu, sem fjallaði um „Fram- tíð borga“, útskýrði hún flóttann úr sveitunum með þessari athugasemd: „Að minnsta kosti 50% mannkyns- ins vill ekki, að tengdamamma búi svo nálægt, að hægt sé að labba á milli.“ Hún bætti því við, að sveita- búinn, sem flytur til borgarinnar, „hafi þannig tækifæri til þess að komast burt frá ættingjunum.“ SEX FRUMSTÆÐ MENNIN G ARS AMFÉLÖG Margaret Mead er geysisterkur persónuleiki og stórveldi á sínu sérstaka sviði. Jafnvel þeir, sem eru ekki samþykkir sumum af ályktunum hennar og skoðunum, virða þó hin stórkostlegu skrif hennar. „Enginn getur kynnt sér lífshætti fólks á Suður-Kyrrahafs- eyjum, svo að vit sé í, án þess að kynna sér jafnframt vel verk henn- ar,“ segir Morton Klass prófessor við Barnardháskólann. Sem vísindamaður, sem lætur sér ekki nægja að rannsaka viðfangs- efni sín úr fjarlægð heldur á staðn- um, hefur Margaret Mead alltaf haft áhuga á að kynna sér, hvernig börn eru alin upp í mismunandi þjóðfélögum, en starfsbræður henn- ar lögðu litla áherzlu á að kynna sér slíkt, áður en hún kom fram á sjónarsviðið. Þegar hún fór til Sa- moa árið 1925, þrem árum eftir að hún útskrifaðist frá Barnardhá- skóla, hafði hún aldrei komið vest- ur fyrir háskólabæinn Madison í Wisconsinfylki. Hún var þá 23 ára að aldri, ekki miklu eldri en hinar frumstæðu stúlkur eyjanna, sem hún ætlaði sér að athuga og rann- saka. Hún sá fljótt, að samskipti hins unga fólks á eyjunum voru ósköp óformföst í eðli sínu. Það lét hverjum degi nægja sína þján- ingu í því efni og hafði mök sam- an á frjálslegan hátt án þess að vera með nokkrar vangaveltur um slíkt. Þar var lítið um árekstra og geðflækjur þær að ræða, sem mik- ið er um okkar á meðal, enda var þar mjög fátt af taugaveikluðu fólki. Þar ríkti frelsi til þess að tjá sig kynferðislega, án þess að því fylgdi óskapleg sektarkennd, „sem veldur svo oft alls konar vanlíðan og brenglan okkar á meðal,“ svo að orð hennar séu viðhöfð. Margaret Mead hefur rannsakað samtals sex mismunandi samfélög frumstæðra manna, þ. e. hjá Sa- moa-, Manus-, Arapesh-, Mundugu- mor-, Tchambuli- og Iatmulþjóð- flokkunum, og þar að auki samfé- lag íbúa hinnar töfrandi Balieyjar. Niðurstöður rannsókna hennar á samfélögum þessum hafa birzt í mörgum bókum. Þótt bækur hennar virðist oft fremur ritaðar af rithöf- undi en mannfræðingi, eru þær þó grundvallaðar á ýtarlegum athug- unum, sem styðjast við nákvæmlega skráðar upplýsingar. Hún kemur sér vel fyrir hjá ætt- flokknum og varpar fyrir borð öll- um þeim skoðunum og því mati, sem hún kann að hafa haft sem Vesturlandabúi, hvað lífshætti hinna innfæddu snertir. Hún neytir sömu fæðu og þeir (aðallega villtra dúfna og þurrkaðs fisks), aðstoðar við hjúkrun veikra ungbarna og aflar sér trausts hinna fullorðnu. Jafnframt fyllir hún hverja minnis-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.