Úrval - 01.10.1970, Síða 33

Úrval - 01.10.1970, Síða 33
KYNFERÐISLEG VANGETA ... 31 segja annarri konu, eða karlmaður öðrum karlmanni. Eftir alhliða líkamsskoðun hittast svo hjónin og báðir læknarnir á sameiginlegum fundi í fyrsta sinni þriðja daginn. Læknarnir útskýra fyrir þeim, í hverju þeir álíti, að hinir kynferðilegu erfiðleikar séu fólgnir, hvers vegna þeir hafa myndazt, einnig um hvaða líkamleg vandkvæði er að ræða, ef slíku er til að dreifa, og hvernig hinir sér- stöku kynferðilegu erfiðleikar þeirra séu raunverulega afleiðingar ófullkominna tjáningartengsla og tengsla og samskipta þeirra í milli í hjónabandinu. Þau Masters og Johnson leggja fyrst og fremst áherzlu á það við sjúklingana, að kynmök séu mjög eðlileg tjáningar- form og að þau grundvallist að miklu leyti á ósjálfráðum viðbrögð- um beggja aðila og því beri að skoða þau í slíku ljósi án þess að hafa allt of miklar áhyggjur eða velta allt of mikið vöngum yfir ýmsu, er þau snertir, því að þá muni allt koma af sjálfu sér og kynmökin verða fullnægjandi. Á þessum sam- eiginlega fundi með báðum læknun- um uppgötva margir sjúklingar í fyrsta skipti, hverjar eru tilfinning- ar makans gagnvart kynmökum og ástæðuna fyrir því viðhorfi makans. Hjónunum lærist það líka, að þrátt fyrir vansældina og sjálfsgagnrýn- ina, sem þau eru haldin, þá eru þau ekki ein á báti í þessum efnum, heldur eiga mörg önnur hjón við einhverja slíka erfiðleika að stríða. Svo bera þau Masters og Johnson fram tvær ósköp einfaldar uppá- stungur. Þau stinga upp á því, að hjónin haldi áfram að forðast kyn- mökin fyrst um sinn (eins og þeim var ráðlagt, er þau komu) og að þau afklæðist tvisvar sinnum, áður en þau hitta læknana næst, og láti vel hvort að öðru með því einu að snerta hvort annað og strjúka án þess að snerta þó helztu kynörvun- arsvæðin. (Þau Masters og Johnson kalla þetta að komast í „snertifók- us“). Fyrst má konan „veita mann- inum ánægju", þ.e. strjúka honum léttilega og klappa um bak, maga eða handlegg, svo hún geti fundið, hvað honum þykir bezt í því efni. í fyrstu eru slík atlot ekki gagn- kvæm, heldur veitir aðeins annar aðilinn þau í einu. Þau eru þannig laus við hvers konar kvöð um kyn- ferðilegar framkvæmdir og neydd til þess að láta sig öllu skipta til- finningar makans og sín eigin við- brögð við þeim (Masters og Johnson kalla slíkt „að gefa í þeim tilgangi að öðlast“). Flest hjón finna það fljótlega, að þau eiga auðvelt með að sýna jákvæð viðbrögð við slíkum atlotum og að þau viðbrögð verða mjög eðlileg, þ.e. þegar hin einstak- lingsbundnu viðbrögð hætta smám saman að verða einstaklingsbundin og breytast í sameiginlega, gagn- kvæma reynslu. Eftir einn til tvo daga byrja þau svo undir leiðsögn læknanna að undirgangast sérhæfðari meðhöndl- un, sem miðar að þeirra sérstöku kynferðilegu erfiðleikum, hvort sem þeir eru í því fólgnir, að karlmaður- inn nær of fljótt hámarki eða hann getur ekki fengið sæðislát í konunni (kallað sæðislátvangeta), eða hann er haldinn vangetu til þess að hefja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.