Úrval - 01.10.1970, Síða 37
Viltu auka ordaforda
Hér á eftir fara 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðiu kunnáttu þina í íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með
því að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um tleiri en
eina rétta merkingu að ræða.
1. fles: feitt svínakjöt, fljótfærni, cisi, pyttur, flatlendi, daður, hraður sprett-
ur, lágt sker, sem er upp úr sjó við fjöru.
2. að kilpa: að dælda, að halda í handfang, að rykkja í, að spyrða, að titra,
að ausa, að skeyta saman.
3. hnauk: hrúga, óvera, strit, þykkildi, áreynsla, mikið magn, dútl, moldar-
kökkur með grasrót.
4. silalegur: þungbúinn, þreytulegur, seinn, ávalur, svifaseinn, feitur, hrímg-
aður, kauðalegur.
5. að sólunda: að flatmaga i sólinni, að skína, að slóra, að sóa, að ganga
letilega, að eyða óskynsamlega, að flækjast um.
6. að letjast: að missa áhuga, að styrkjast, að lagast, að versna, að fá álhuga,
að þreytast, að slóra.
7. föngulegur: hjákátlegur, sóðalegur, heimskulegur, óálitlegur, myndarlegur,
letilegur, klaufalegur.
8. að binda trúss við e-n: að leggja lag sitt við e-n, að leggja íæð á e-n, að
sýna e-m undirferli, að trúa e-m fyrir e-u, að sýna e-m lotningu, að sýna
e-m yfirgang, að taka e-n sér til fyrirmyndar.
9. það er ekki úalegt: það er ekki álitlegt, það er ekki áreiðanlegt, það er
ekki opinbert, það er ekki þægilegt, ,það er ekki amalegt, það er ekki vog-
andi, það er ekki útilokað.
10. að fýsa e-n e-s: að ásaka e-n um hugleysi, að letja e-n e-s, að biðja e-n
um e-ð, að eggja e-n á að gera e-ð, að skipa e-m e-ð, að gera ,gys að e-m
fyrir e-ð, að hrósa e-m fyrir e-ð.
11. sems: kryddtegund, vandræði, vit, seinlæti, þref, dræmt málfar, þráður,
þvæla.
12. purk: aðsjálni, leynd, ihvisl, brall, nizka, þrusk, fyrirhöfn, þrældómur.
13. buppi: tarfur, trúður, kálíur, heimskingi, auðkýfingur, yfirgangsseggur,
slóði, drembilátur maður.
14. að kinsast á e-u: að gefast upp fyrir e-u, að verða hvekktur á e-u, að verða
leiður á e-u, að byrja á e-u, að stagast á e-u, að 'hrífast af e-u, að fá áhuga
á e-u, að græða á e-u.
15. að hnuðla: að þæfa, að sóa, að detta, að kuðla, að japla, að nudda, að
hrúga saman.
16. klastur: fyrirhöfn, lélegt verk, klípa, illindi, óorð, hrákasmíð, ófærð.
17. að ásælast: að vingast, að líða vel, að lagast, að ná vinsældum, að áreita,
að eignast, að girnast, að vilja komast yfir e-ð.
18. spekála: spádómsgáfa, ólæti, flík, ílát, fyrirgangur, flenna, heilabrot,
grikkur.
19. ófresk: sem hefur skyggnigáfu, þunguð, heimsk, veik, óvarkár, geymd,
hræðileg.
20. semingur: tregða, sajmkcmulag, seinlæti, hik, skilmáli, málhreimur, kyn-
flokkur, reytingur Svör á bls. 117.