Úrval - 01.10.1970, Page 39
36
Fátæktin
við
landamærin
EFTIR LESTER VELIE
37
Flótti Mexíkana
yjir landamærin
torveldar B andaríkjamönnum
að berjast
við fátæktina.
£ augum fátæklinga
Mexíkó eru Bandarík-
in fyrirheitna landið,
þar sem menn geta
unnið sér inn meira
fé á tveim tímum en
á heilum degi í heimalandinu. í
augum sumra bandarískra atvinnu-
veitenda eru fátæklingar Mexíkó
ómótstæðileg uppspretta ódýrs
vinnuafls. Vegna slíks þrýstings
beggja vegna landamæranna
streymir mexíkanskt verkafólk
stöðugt yfir hin 1800 mílna löngu
suðurlandamæri, sumt á ólög-
legan hátt, og keppir um störf
við okkar eigið ófaglærða verka-
fólk. í mörgum landamærahéruðum
fylkjanna Kaliforniu, Arizona og
Texas er fjöldi þeirra Mexíkana,
sem fer daglega til vinnu í Banda-
ríkjunum, meiri en fjöldi atvinnu-
lausra íbúa, sem eru í leit að vinnu.
Þánnig er launum haldið niðri,
kostnaður af atvinnuleysisstyrkjum
og fátækraframfærslu vex mjög, og
þannig verða áætlanir okkar um
baráttuna gegn fátæktinni að engu
í þessum héruðum.
Tugþúsundir Mexíkana halda
daglega til vinnu í Bandaríkjunum
á löglegan hátt, og bera þeir svo-
kallað „grænt kort“, sem er þeirra
persónuskilríki. Þeir fara yfir
landamærin í 37 innflytjendaþjón-
ustustöðvum meðfram landamær-
unum, og straumur þeirra hefst
fvrir dö ;un á hverjum vinnudegi.
Ég fór nvlega á fætur klukkan hálf-
þriú að nóttu til þess að sjá þá
streýma inn frá mexíkanska bæn-
um Mexicali og sýna innflutnings-
eftirlitsmönnunum í bænum Cal-