Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 43
FÁTÆKTIN VIÐ LANDAMÆRIN
41
lega þyrpingu lélegra timburskúra,
þar sem 18 bandarískar fjölskyldur
af mexíkönskum ættum höfðu
dregið naumlega fram lífið á hveiti-
kökum, hrísgrjónum og baunum
síðasta mánuðinn. í tveggja her-
bergja timburskúr bjó Jose Gon-
zalez (dulnefni. Þýð.), kona hans
og átta börn. É'g gerði matvæla-
birgðakönnun í eldhúsinu þeirra,
sem var á stærð við skáp. Þar voru
þrjár hillur, og voru tvær þeirra
alveg tómar. Á þriðju hillunni var
dós með mjöli í fyrir mexíkönsku
hveitikökurnar „tortilla“, dálítið af
sykri og salti, þrjár dósir af baun-
um og hrísgrjón í súpu. Það var
engin mjólk til handa sex mánaða
gömlu barni, sem skreið þarna á
beru gólfinu. Þessar matarbirgðir
mundu duga í þrjá eða fjóra daga
að áliti frú Gonzalez. Líklega mundi
svo skrifstofa Fátækrabaráttu-
nefndarinnar, er var þar í grennd-
inni, veita þeim nokkurra dollara
styrk úr nyeðarhungursjóði sínum
og starfsmenn hennar mundu reyna
að koma Gonzalez-fjölskyldunni á
opinbert framfæri, sem álitið var,
að yrði erfitt. Síðar frétti ég, að
Gonzalezfjölskyldan hefði ekki átt
annars úrkosta en að leita slíkrar
hjálpar.
f vinnubúðum einum í Wasco í
Kaliforníu fyrir uppskeruverkafólk,
sem flækist stað úr stað, stanzaði
ég hiá skálum, sem skipt var í
,,fiölskyldueiningar“. Þeir líktust
mest herskálum. Fyrsta „skála-
heimilið“, sem ég kom á, var ekki
stórt. Það var aðeins eitt herbergi.
Það var ekkert rennandi vatn þar,
heldur var krani fyrir utan skál-
ann. Það var ekkert salerni þar,
heldur voru kamrasalerni í tveim
almenningsbaðhúsum annars stað-
ar. Var annað fyrir karla, en hitt
fyrir konur. Þarna var engin kæli-
geymsla af neinu tagi fyrir mat-
væli. 23 ára gömul mexíkönsk
stúlka hélt á 8 mánaða gamalli
telpu í kjöltu sér. Stúlkan var enn
vel vaxin. Vinnan á ökrunum hafði
enn ekki eyðilagt vöxt hennar.
Tveggja ára drengur lék sér nærri
henni. Maðurinn hennar var fædd-
ur í Bandaríkjunum, og fjölskyld-
an var. nýkomin frá Texas til starfa
þarna.
Ég spurði hana, hvað maðurinn
hennar fengi í laun, en hann vann
við áveitu.
Svarið, sem ég fékk, veitti mér
góða innsýn í kjör uppskeruvinnu-
fólksins, sem flæktist stað úr stað.
„Ég veit það ekki,“ svaraði hún.
„Honum var ekki sagt það. Við
komumst að því eftir nokkra daga,
þegar hann fær fyrstu launaávísun-
ina.“
Hvers vegna mynda bandarískir
landbúnaðarverkamenn ekki sam-
tök til verndar réttindum sínum,
fyrst misnotkunin og kaupkúgunin
er svona augljós og algeng? Það er
vegna þess, að mexíkanska verka-
fólkið, sem streymir stöðugt yfir
landamærin, gerir slíkar tilraunir
árangurslitlar. I vínviðarræktarhér-
uðunum umhverfis Delano hefur
Sam°inuðu landbúnaðarverka-
mannaskipulagsnefndinni (sem er
meðhmur AFL-CIO undir forystu
Cesars Chavez) að vísu orðið svolít-
ið ágengt. Félag þetta telur nú 8000
meðlimi, sem fá 2 dollara og 20