Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 47
44
Þessi snerting
var sem rafstraumur.
Hann fann
nýja orku streyma um
sig.
Hann fór að bisa við
að koma
henni út úr
bílnum . ..
Bíllinn
§
I
ánni
lukkan var næstum
fjögur síðdegis laugar-
daginn 21. febrúar í ár,
þegar Mark Smith, 17
ára að aldri, ók Must-
angbifreið vinar síns
___
út á brún hlaðins árbakka við Mi-
amiána til þess að þvo hann. Þetta
var lágur og rennilegur bíll. Risa-
vaxin afturrúðan líktist fremur
hluta þaksins en rúðu. f hægra
framsætinu sat vinkona Marks,
Nancy Burns að nafni. Hún var lag-
leg og ljóshærð og einnig 17. ára.
Hún vildi gjarnan hjálpa Mark, en
45
Mark vildi ekki, að hún óhreinkaði
sig. ,,Jæja, ég sit þá bara kyrr í
bílnum og horfi á þig,“ sagði Nancy
þá.
Það var 45 gráðu halli niður að
ánni, þar sem Mark hafði stöðvað
bílinn. Vinstra framhjólið var nær
brúninni, og hvíldi það á þriggja
feta breiðum steinsteypuvegg, sem
gerður hafði verið á árbakkanum.
Það var 6 feta hæð af honum niður
í ána. Áin var þarna 15 fet á dýpt.
Hin hjólin hvíldu á grasi. Þetta var
í Sky Harbor-bátahöfninni, sem
John Smith, faðir Marks, átti.
EFTIR
E. D. FALES
Úrdráttur
úr
Popular
Mechanics
Það tók Mark hálftíma að þvo bíl-
inn. Klukkan hálffimm fór hann að
vefja saman vatnsslönguna. Hann
tók eftir því, að Nancy hafði ekki
opnað neinn glugga. Nokkrum
metrum frá bílnum sá hann föður
sinn, þar sem hann var að dytta að
snekkjunni sinni, er bar nafnið
„Pocahontas“.
Nancy teygði sig nú að kveikju-
lyklinum og ætlaði að snúa honum
í öfuga átt við ræsingu, svo að hún
gæti hlustað á útvarpið. En þess í
stað sneri hún honum í hina áttina
og kveikti á ræsimótornum.
Mark sá bílinn taka kipp fram á
við. Hann var gírskiptur, og hann
hafði skilið hann eftir í lággír og
þvi var hann nú knúinn áfram af
ræsmótornum. Honum tókst að opna
vinstri hurðina, og hann reyndi að
stíga á hemilsfetilinn. Bíllinn tók að
renna fram af brúninni.
Faðir Marks, sem stóð á þilfari
snekkju sinnar, sá afturhjól bílsins
lyftast frá jörðu og síðan allan aft-
urhluta bílsins. Bíllinn vó þannig
salt í nokkrar sekúndur. Hann var
sem lamaður. Hann sá son sinn beri-
ast við bílinn. Hann var kominn
inn í hann að hálfu leyti og reyndi
að ýta á móti. Svo þegar framendi
bílsins tók að hallast meira niður á
við, ýttist hurðin aftur vegna nún-
ings við bryggjustólpa, og um leið
ýttist Mark út úr bílnum.
Mark kastaðist aftur á bak. Hann
réðst aftur á bílinn sem óður væri.
Hann henti sér beint á höfuðið ofan
á bílþakið og setti þannig stóra dæld
í það. Hann kastaði sér þannig yfir
bílinn til þess að komast að hurð-
inni þeim megin, sem Nancy sat.