Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 53
ík-
*
,, sVM/y/M/ inn óhugnanlegastiþátt-
/K/K/m/K ur glæpavandamáls
/K
H
M - M7. m/ >y
/I> /In/in/In/ín
nútímans er hin háa
hundraðstala þeirra af-
brotamanna, sem
fremja ekki afbrot að-
eins einu sinni heldur æ ofan í æ.
Þar er um að ræða menn, sem eru
handteknir fyrir ný afbrot, aðeins
nokkrum mánuðum eftir að þeim
hefur verið sleppt úr fangelsi. Þetta
eru yfirleitt menn, sem eiga ekkert
starf víst, þegar þeir koma úr fang-
elsinu, enga vinnu og mjög litla
peninga, menn, sem þjóðfélagið vill
varla viðurkenna eða taka við. Lík-
urnar fyrir því, að þeim mistakist
í veröldinni utan fangelsismúranna,
eru allt að því 90% í mörgum til-
fellum. Það eru þessir menn, sem
eru aðalástæðan fyrir því, að glæp-
ir kosta þetta land a.m.k. 30 billjón
dollara á ári og að löghlýðnir borg-
arar eru nú hræddir við að ganga
um strætin að kvöld- og næturlagi.
Þessir menn hafi lengi verið á-
litnir næstum óbetranlegir. En á
allra síðustu árum hefur ungur hug-
sjónamaður sannað, að það er hœgt
að bjarga hárri hundraðstölu slíkra
afbrotamanna með hjálp venjulegra
borgara. Maður þessi heitir Richard
Simmons. Hann er „prestur, sem
gerzt hefur leikur maður“, en þann-
ig lýsir hann sjálfum sér.
Eftir að hafa starfað sem trúboði
í vesælustu hverfunum í New York,
fluttist hann með fjölskyldu sína
til bæjarins Snohomish í Washing-
tonfylki á Vesturströndinni. Þá var
hann 32 ára. Þegar þangað kom, tók
Fangahjáíp
sem
ber
árangur
EFTIR
ARTHUR GORDON
Uncjur hugsjónamaður
hefur sannað,
að hægt er að bjcirga
liárri hundraðstölu
afbrotamanna —
með hjálp
venjulegra borgara.
— Rotarian —
51