Úrval - 01.10.1970, Síða 55
VANGAHJÁLP SEM BER ÁRANGUR
53
hafa hugrekki til þess? Mundu þeir
láta sig hugsjón þessa svo miklu
máli skipta? Mundu forstöðumenn
og starfsmenn fangelsa tala slíku
boði vel----eða jafnvel taka slíkt
í mál? Að lokum veitti dr. Garrett
Heyns, sem þá var forstöðumaður
opinberra stofnana í Washington-
fylki, samþykki sitt. Og í marz ár-
ið 1965 var stofnað félagið „Job
Therapy Inc.” (Vinnulækning hf.),
sem ekki skyldi rekið í ágóðaskyni.
Rinn af fyrstu s’álfboðaliðunum
var Bill Bates, ritstióri og útgef-
rndi dagblaðsins Snohomish Coun-
ty Tribune. Hann var látinn hafa
umsjón með 22 ára gömlum prent-
nema, Louie að nafni, sem hafði
verið dæmdur fyrir líkamsárás.
„Fyrstu 10 mínúturnar voru erfið-
astar”, segir Bates. ,.Ég reyndi að
tala um prentiðn og prentun, en
það fékkst varla orð upp úr Louie.
loks spurði hann: „Hvers vegna
ertu að þessu”? Ég starði bara á
hann og sagði svo: ,,Ég veit það
ekki. Ég skal segia þér það, þegar
ég kemst að því”.
Bates heimsótti Louie a.m.k. einu
sinni í mánuði í heilt ár. Svo veitti
hann honum vinnu, þegar honum
var sleppt úr fangelsinu. „Nú er
Louie mikilsvirtur starfsmaður Tri-
bune“, segir Bates. „Hann hefur
raunverulega ástæðu til þess að
vera stoltur og það höfum við
líka”.
Síðustu 5 árin hefur Vinnulækn-
ing hf. valið vfir 500 sjálfboðaliða
til þess að hafa umsjón með næst-
um 600 föngum. Sjálfboðaliðarnir
hafa verið vandlega valdir, og hafa
þeir verið ábyrgir og virtir menn
ýmissa starfsgreina, bæði embættis-
menn, kaupsýslumenn og iðnaðar
og verkamenn. Áherzla hefur verið
lögð á að velja saman sjálfboðaliða
og fanga á þann hátt, að sem beztur
árangur gæti orðið af starfi þessu.
í fyrstu tortryggðu sumir fangar
slíka sjálfboðaliða. En sjálfboðalið-
arnir hafa komizt að raun um. að
í næstum öllum tilfellum hafa fang-
arnir fyrr eða síðar sýnt iákvæð
viðbrögð við áhuga og góðvild, sem
auðsýnd er á vingjarnlegan hátt.
Fangi nokkur, Gary að nafni. lýs-
ir sínu máli á eftirfarandi hátt: „Ég
var allur undinn og skakkur innra
með sjálfum mér. Mér fannst vinna
ekki vera fyrir aðra en asna. Og
ég áleit, að allir reyndu bara að
komast yfir eins mikið og þeir gætu
án þess að hugsa um nokkuð annað.
En ég er búinn að læra mikið. Þessi
stuðningsmaður minn hefur spark-
að undirstöðunni undan mínu fyrra
lífi og neytt mig til þess að byggja
nýja undirstöðu. Ég hafði ekki úm
annað að veba. Það traust, sem ég
get nú borið til annarrar persónu
í fyrsta skipti, það er sjálf undir-
staðan að mínu nýja lífi”.
Því er eins farið með marga aðra
fanga og Gary, að í stuðningsmanni
sínum hafa þeir fundið staðgengil
þess föður, sem þeir áttu aldrei.
Sálfræðingar halda því fram, að
með hverium dreng eða og ungl-
ingspilti búi geysilega sterk þörf
fyrir umgengni og tengsl við föður
eða einhvern, sem komið geti í hans
stað. Tengsl fanga við fangelsisráð-
gjafa eru sjaldan af slíku tagi. En
það gildir öðru máli um ólaunaða
sjálfboðaliða. Þar er ekki slík mót,-