Úrval - 01.10.1970, Blaðsíða 58
56
ÚRVAL
t.d. utan fangelsisins að degi til,
en dvelja þar að næturlagi.
En eitt aðalskilyrðið til þess, að
fyrrverandi fangar megni að tengj-
ast þjóðfélaginu á jákvæðan hátt,
þegar þeim er sleppt lausum, vant-
ar oftast, þ.e. stuðning og skilning
þeirra samfélagsþegna fangans ut-
an múranna, sem hann mun vinna
með, búa innan um og leita mann-
legrar viðurkenningar hjá. Á þessu
sviði getur hinn almenni borgari
orðið að geysilegu liði. Fordæmið,
sem íbúar Washingtonfylkis hafa
gefið með starfi Vfinnulækningar
hf., ætti að verða okkur hvatning
til aukins átaks. Það aukna átak
mun geta áorkað mjög miklu!
Unglingsstrákur segir við föður sinn: ,,Þú hefur bara alls ekki hlustað
á mig! E’f þú hefðir gert Það, værirðu orðinn alveg bálreiður."
I rafeindatækjaverksmiðjunni, sem ég vann i, var það svo um tíma.
að alls konar smáJhluti vantaði jafnan á hverjum -morgni í bakkana á
renniböndunum, og virtist sem þeir hyrfu að næturlagi. Forstöðumenn
fyrirtækisins, sem framleiddi stýrisútbúnað fyrir flugskeyti höfðu miklar
áhyggjur af þessu. Verðir voru settir við allar inngöngudyr að deild
þessari, og engum var leyfður þar aðgangur, frá þvi að við hætturn
vinnu að kvöldi og þangað til vinna hófst næsta dag. En samt héldu
ýmsir smáhlutir áfram að hvenfa sem fyrr. Viðgerðarmenn, sem voru
að vinna uppi undir rjáfri í verksmiðjusalnum, rákust þar einn daginn
á þó nokkur fuglshreiður. Og þau voru gerð úr þessum dýru rafeinda-
hlutum Byggingarkostnaður hvers hreiður var áætlaður um 1000 doll-
arar (tæpar 90.000 ísl. kr.).
William R. Hillinger.
Agn. Á skilti á kaffihúsi einu gegnt langferðabilastöð í Atlanta stendur
þetta: FRÍTT KAFFI FYRIR KONUR. Þegar eigandinn var spurður
um auglýsingu þessa, svaraði hann: Ja, það dregur nú reyndar ekki
neitt kvenfólk að. Ég er viss um, að við gefum ekki nema 6 fria kaffi-
bolla á dag. E'n þetta dregur karlmennina að. Þeir halda, að fcvenfólkið
sé hérna."
Hugh ParJc.
Slökkviliðsmenn á Bermudaeyjum hefur nú verið úthlutað vasahring-
ingartækjum, sem hringja, þegar kviknar i. Ástæðan fyrir þessu er sú,
að yfirmenn slökkviliðsins óttuðust, að slökkviliðsmennirnir heyrðu ekki,
þegar neyðarflautur slökkviliðsins kölluðu þá til skyldustarfa, vegna
þess að hávaði nútímalífs hefur vaxið svo gífurlega á eyjunum sem víðar
í veröldinni,
Taxi News.