Úrval - 01.10.1970, Síða 66
Hvergin forðast ber
skaðlega streitu
EFTIR J. D. RATCLIFF
H
yvv vers vegna verðum við
d/. veik? Hvers vegna
deyjum við?
>;(• Þetta eru ef til vill
þær grundvallarspurn-
*
*
*
* . „_____________________
ingar, sem mennirnir
hafa fram að bera. Rökréttustu og
beztu svörin, sem enn hafa verið
gefin við spurningum þessum, koma
frá dr. Hans Selye, 63 ára gömlum
forstöðumanni Stofnunar í til-
raunalyflæknisfræði og skurðlækn-
ingum við Montrealháskólann, en
hann er fæddur í Vínarborg.
„Bifreið hættir ekki skyndilega
að ganga vegna hás aldurs,“ segir
dr. Selye. „Hún hættir að ganga,
vegna þess að einhver hluti hennar
er útslitinn og bilar því. Hið sama
gildir um fólk. Við stöðuga streitu,
hvort sem hún er líkamleg eða and-
leg, lætur einhver þýðingarmikill
líkamshluti undan, en slíkt leiðir
aftur til ýmiss konar sjúkdóma og
fyrr eða síðar dauða.“
Þetta er kjarninn í steitukenn-
ingu dr. Selye, en hún er einn af
helztu áföngum í sögu læknisfræði-
legra rannsókna 20. aldarinnar.
Snemma á rannsóknarferli sínum
gerði dr. Selye umfangsmiklar
streitutilraunir á rottum. Þær máttu
þola mikinn kulda og þreytu, og
hann lagði alls konar hindranir í
veg fyrir þær og gerði þannig allt
til þess að framkalla gremju og
magnvana reiðikennd hjá þeim.
Þær máttu einnig þola mikinn há-
vaða og fleira andstreymi. Hann gaf
þeim jafnvel inn eiturskammta. Og
furðuleg staðreynd kom í ljós við
tilraunir þessar: Það var alveg
sama, hvers eðlis streitan var, sem
þær máttu þola. Hún hafði alltaf í
för með sér sams konar innri veikl-
un og líffæraskemmdir. Blóðþrýst-
ingur hækkaði. Við líkskoðun kom
það í ljós, að hinir geysilega þýð-
ingarmiklu kyrtlar, nýrnahetturn-
ar, höfðu stækkað mikið, en thym-
uskirtillinn og eitlar minnkuðu
stórum. Einnig mynduðust sár í
meltingarfærum.
Gat streitan einnig verið hin sam-
eiginlega orsök flestra sjúkdóma
manna? Myndin tók að skýrast, er
dr. Selye hélt áfram rannsóknum
sínum. Hinir lokuðu kirtlar líkam-
ans, og þá aðallega skjaldkirtillinn
og nýrnahetturnar, reyna að við-
64
Today's Health